Goðasteinn - 01.09.1965, Page 37

Goðasteinn - 01.09.1965, Page 37
Fljótlcga eftir heimkomuna hélt Ansgar til Danmcrkur, og áður en hann komst alla leið til Slésvíkur, hafði konungur sent prestin- um boð um að koma aftur, þar sem hann vildi ekki síður en fyrir- rennari hans verðskulda náð Krists og vináttu herra biskupsins. Trúfrelsi var nú staðfest á ný í ríki Háreks og meira að segja leyfði konungur að klukka væri sett upp í kirkjunni í Slésvík. Það hafði ekki fengizt fyrr, vegna þcss að almenningi stóð stuggur af klukkna- hljómi og taldi hann boða ógæfu. Þá leyfði konungur einnig, að kirkja yrði reist í Ribe, og mun Ansgar hafa látið smíða kirkjuna þar um 860. Hárekur konungur yngri virðist hafa orðið mjög hlynnt- ur kristninni, því að hann ritaði páfa þakkarbréf og sendi honuin gjaíir. Páfi reyndi í bréfi til konungs, að fá hann til að taka trii, en það vildi þá konungur ekki. Árið 864 staðfesti loks páfi með bréfi samruna biskupsdæmanna Bremen og Hamborgar. Bremensstiftið hafði áður heyrt undir erki- biskupinn í Köln, og mótmælti hann lcngi samþykktunum í Mainz árið 848. En hann varð þó að gefa eftir, og Ansgar hélt erkibiskups- dæmi sínu óskertu. Þessu páfabréfi og öðrum, ásamt öllum gögnurn og ákvæðum varðandi hinn norræna erkistól, safnaði Ansgar og samdi um mikla greinargerð, er hann sendi öllum þýzkum biskup- um. Vildi hann þannig koma í veg fyrir, að erkibiskupsstóll hans, sem stofnaður hafði verið án lýðbiskupa, yrði fyrir árásum eftir hans dag. Þessum framkvæmdum lauk Ansgar árið 864. Erkibiskups- dæmi hans hafði þá öðlazt fasta skipan og hinar ungu kirkjur hans í Danmörk og Svíþjóð orðnar nokkuð fastar í sessi. Ævistarf Ansg- ars, sem var orðið mikið, stóð þar með á traustum grunni. Hann hefur ef til vill einnig fundið dauðann nálgast, enda var hans ekki langt að bíða. Þess hafði Ansgar oft beðið til guðs, að hann mætti öðlast píslavættisdauða, svo sem margir trúboðar og aðrir baráttu- menn kristninnar, en svo varð eigi. Ansgar andaðist á sóttarsæng á setri sínu í Bremen árið 865. VI. Árangurinn af trúboði Ansgars á Norðurlöndum er fljótt á litið sáralítill, því að Danir og Svíar héldu áfram að vera heiðnir að langmestu leyti þrátt fyrir viðleitni hans. Eins og fyrr segir, liðu Goðasteum 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.