Goðasteinn - 01.09.1965, Qupperneq 37
Fljótlcga eftir heimkomuna hélt Ansgar til Danmcrkur, og áður
en hann komst alla leið til Slésvíkur, hafði konungur sent prestin-
um boð um að koma aftur, þar sem hann vildi ekki síður en fyrir-
rennari hans verðskulda náð Krists og vináttu herra biskupsins.
Trúfrelsi var nú staðfest á ný í ríki Háreks og meira að segja leyfði
konungur að klukka væri sett upp í kirkjunni í Slésvík. Það hafði
ekki fengizt fyrr, vegna þcss að almenningi stóð stuggur af klukkna-
hljómi og taldi hann boða ógæfu. Þá leyfði konungur einnig, að
kirkja yrði reist í Ribe, og mun Ansgar hafa látið smíða kirkjuna
þar um 860. Hárekur konungur yngri virðist hafa orðið mjög hlynnt-
ur kristninni, því að hann ritaði páfa þakkarbréf og sendi honuin
gjaíir. Páfi reyndi í bréfi til konungs, að fá hann til að taka trii,
en það vildi þá konungur ekki.
Árið 864 staðfesti loks páfi með bréfi samruna biskupsdæmanna
Bremen og Hamborgar. Bremensstiftið hafði áður heyrt undir erki-
biskupinn í Köln, og mótmælti hann lcngi samþykktunum í Mainz
árið 848. En hann varð þó að gefa eftir, og Ansgar hélt erkibiskups-
dæmi sínu óskertu. Þessu páfabréfi og öðrum, ásamt öllum gögnurn
og ákvæðum varðandi hinn norræna erkistól, safnaði Ansgar og
samdi um mikla greinargerð, er hann sendi öllum þýzkum biskup-
um. Vildi hann þannig koma í veg fyrir, að erkibiskupsstóll hans,
sem stofnaður hafði verið án lýðbiskupa, yrði fyrir árásum eftir
hans dag. Þessum framkvæmdum lauk Ansgar árið 864. Erkibiskups-
dæmi hans hafði þá öðlazt fasta skipan og hinar ungu kirkjur hans
í Danmörk og Svíþjóð orðnar nokkuð fastar í sessi. Ævistarf Ansg-
ars, sem var orðið mikið, stóð þar með á traustum grunni. Hann
hefur ef til vill einnig fundið dauðann nálgast, enda var hans ekki
langt að bíða. Þess hafði Ansgar oft beðið til guðs, að hann mætti
öðlast píslavættisdauða, svo sem margir trúboðar og aðrir baráttu-
menn kristninnar, en svo varð eigi. Ansgar andaðist á sóttarsæng á
setri sínu í Bremen árið 865.
VI.
Árangurinn af trúboði Ansgars á Norðurlöndum er fljótt á litið
sáralítill, því að Danir og Svíar héldu áfram að vera heiðnir að
langmestu leyti þrátt fyrir viðleitni hans. Eins og fyrr segir, liðu
Goðasteum
35