Goðasteinn - 01.09.1965, Page 38

Goðasteinn - 01.09.1965, Page 38
um 150 ár frá komu Ansgars til Danmerkur, þar til að Danir voru alkristnir orðnir. Söfnuðir, sem Ansgar stofnaði, héldu þó velli allan þann tíma. I Svíþjóð komst kristni ekki á, fyrr en yfir 200 árum síðar, og er mjög líklegt, að kristni frá tíð Ansgars hafi lagzt niður á þeim tíma. Ansgar hefur verið nefndur postuli Norðurlanda, en það er ekki réttmætt að öllu leyti, því að aldrei gerði hann til- raun til trúboðs í Noregi. Hinn litli árangur af trúboðsstarfi Ansgars stendur í sambandi við viðhorf hans til trúarinnar. Hann virðist ó- snortinn af þeirri germönsku og síðar norrænu hugmynd um Krist sem dróttinn, er stígi á sitt sigurtré og stormi Helvíti, heldur leitast hann við að líkjast Kristi í auðmýkt, fátækt og fögru líferni. Ansgar vildi að sérhver, er trú tæki, gerði það af frjálsum vilja og er því trúboð hans ólíkt hinu eldra, engil-saxnesku trúboði, t. d. hjá Bónifatíus, og norrænu trúboði síðar, þar sem ráðizt var með ofbeldi gegn véurn heiðninnar. Heiðarleiki Ansgars og fagurt líferni þótti norrænum mönnum til eftirbreytni og dáðu hann fyrir, en hin mörgu iðrunartár hans virðast hafa verkað fráhrindandi á þá. Svo sem geta má nærri, hafði Ansgar lítinn tíma aflögu frá störfum sínum. Þó fékkst hann nokkuð við ritstörf. Bænir samdi hann upp úr sálmum Davíðs, er Pigmenta (reykelsiskorn) nefndust. Eins og samtíðarmenn sínir, dáði Ansgar mjög kraftaverk og trúði á helga dóma, sýnir og vitranir. Kemur það mjög fram í bók þeirri, er hann samdi um Willehad, fyrsta biskupinn í Bremen, Líferni Ansgars ásamt vitrunum og löngun eftir píslarvættisdauða varð til þess, að lærisveinar hans töldu snemma bænir hans hafa óvenju mikinn kraft. Sjálfur vísaði Ansgar á bug þessum átrúnaði manna sinna með orðum, sem lýsa honum vel, en hann sagði: „Það er eitt kraftaverk sem ég daglega bið guð að gera á mér og það er að gera mig að góðum manni“. Eftir dauðann var Ansgar fljótlega tilbeðinn sem dýrlingur. Aldrei varð þó almenn trú á honum í löndum þeim, er hann boðaði í kristni. Má ef til vill finna þær orsakir fyrir því, að þegar kristni loks fór sigurgöngu um þessi lönd, var það ekki erkistóllinn í Bremen, sem að baki stóð, nema að litlu leyti. Ennfremur skýrir hin langa barátta fyrir sjálfstæði hins norræna erkistóls í Lundi seinlæti Dana gagnvart öliu, er leiddi hugann að hinum þýzka erkistóli. Á síðustu árum hefur jafn- 36 Godasteinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.