Goðasteinn - 01.09.1965, Qupperneq 68
há hnúkur, en lítill ummáls móts við hæðina, og heitir hann Svarti-
kambur. Þetta er í rauninni langinnsti hnúkur Snjóöldufjallgarðs,
sem er vaxinn mosa og laufi og ýmsum háfjallagróðri meðfram allri
Tungnaá. Norður af Litlasjó er stór hraunfláki með mörgum vötn-
um misstórum, sem Hraunvötn heita, og ná þau inn á móts við
Svartakamb.
Eins og fyrr segir, er Hádegisalda í suður frá Tjarnakoti. Er mjög
gott útsýni af henni í allar áttir. Vestan undir henni, fast við ræt-
urnar, er Skálavatn, stórt og fagurt (dýpst „16,5 m, að suðvestan-
verðu“). Við norðurenda þess er smávík fast við ölduna, og heitir
þar Bátseyri. Suður af henni er hvilft í öldunni, og heitir Skálavatns-
kriki. Frá honum suður með vatninu kallast Bugur, en við suður-
enda hans er tangi norður í vatnið og heitir Skálanef eða Skálatangi,
en vatnið suðvestur af því er kallað „suður í Botni“. Á Skálanefi
sér til tótta, líklega forns veiðimannakofa. En skammt vestan við
Bátseyri er löng og mjó vík norður úr vatninu, og heitir Kvíar.
Vestan við Kvíar er hár hóll með standhömrum á þrjá vegu og
heitir Arnarsetur. Þar verpti örn fram yfir síðustu aldamót. Vestan
við Arnarsetur er pollur, sem kallast Arnarseturspollur, og vestur
af honum eru hraungígar, sem heita Hrúfbólar; þar heitir Hróf, því
að þar eru bátar geymdir. Suður af Kvíum eru þrír hólmar í vatn-
inu. Sá stærsti þeirra, sem er rétt við Kvíar, heitir Hestahólmi, því
að þar voru hestar geymdir. Er á honum hár klettur eða standur,
sem heitir Arnartóki. Suðvestur frá Hestahólma er annar hólmi,
sem heitir Háihólmi, en suður af honum Langihólmi. Fjórði hólm-
inn er suður undir Botni, en hann er nafnlaus. Líklegt má telja, að
það hafi verið skammt frá hólmunum, sem tveir Landmenn drukkn-
uðu 12. september 1884: Eiríkur Jónsson í Lunansholti og Stefán
Guðlaugsson frá Hellum. Fyrir vestan hólmana er vík, sem Teits-
lögn heitir; þar suðaustur af er mosanef, sem heitir Klöppin eða
Hellan. Við nef þetta beygir vatnið til suðvesturs, og suðurendi
þess er kallaður Botn, eins og fyrr segir. Suður af Skálavatni er
vatn, sem heitir Ónýtavatn (dýpst „27 m, í rás norður af Ónýta-
felli“), og rennur í það kvísl úr Grænavatni; graslendi meðfram
henni kallast Kvíslar, og er um 4 km á lend. Austan við Ónýtavatn
er hátt fell, sem Skálafell heitir, en suður af vatninu er há, gróður-
66
Goðasteinn