Goðasteinn - 01.09.1965, Qupperneq 70
hlíðum“). Nafnið er þannig til komið, að í aftaka hvassviðri í
september 1936 fauk bátur frá Snjóölduvatni norður yfir hálsinn og
lcnti í hinu nafnlausa smávatni. Báturinn hét Örn, og því er nafnið.
Vestur eða norðvestur af Arnarpolli er annar pollur, í rauninni lón
inn úr Vatnakvísl, með grasveri í kring, og heitir Attipapollur
(dýpstur „1 m, að suðaustan“). Pollur þessi hefur stöðugt minnkað
og grynnzt á undanförnum áratugum. Nafnið er þannig til komið,
að eitt sinn var Ampi á álftaveiðum, og með honum Guðjón sonur
hans, 12 ára gamall, og ekki aðrir við Veiðivötn að því sinni. Ampi
var að elta álft, hugðist mæða hana á hlaupum milli vatna, en álftin
gat bjargað sér út á hið litla vatn, sem þá var nafnlaust. I veiðiæði
reið hann út í vatnið á eftir álftinni; en hann reið fylfullri hryssu,
sem mæddi svo sundið, eftir harða reið, að hún sprakk. Ampi lét
sér lítt við bregða, en hélt sér í fax hryssunnar þar til skrokkurinn
flaut að landi. En drengurinn stóð á vatnsbakkanum á meðan og
grét; og var haft eftir honum síðar, að sú stund hafi sér fundizt
æði long.
Nú förum við aftur að Skálavatni. Suðvestur af því er vatn ekki
stórt, sem Litla-Skálavatn heitir (dýpst „28 m, í sprungu í suðaustur-
hluta“). Suður og vestur af því er stórt hraunsvæði með óteljandi
lautum grasi grónum, vatnspollum mismunandi stórum, og heitir
það einu nafni Pyttlur. Víða eru þar fagrir blettir. Pyttlur ná suð-
vestur á móts við Breiðavatn. Tveimur til þremur kílómetrum suð-
vestur af Pytlum er stórt vatn, sem heitir Nýjavatn (dýpst „30,5 m,
undir hólmum austan við bátavíkina“). Norðan við það er smá alda,
sem kallast Nýjavatnsalda, austur af henni mjótt grasver, sem kall-
ast Litlaver, en við suðausturenda vatnsins kallast Mjóddin. Vestur
með landi að sunnan eru smáhnúkar og kallast Nefin („undan Nefj-
unum“); vestan við þau er smá vík, sem heitir Kerið. Mjög djúp
sprunga er í botni vatnsins, og liggur alla leið austur í Botn. Norðan
við Kerið gengur tangi ncrðaustur í vatnið og kallast Mosansf.
Vestasti hluti vatnsins kallast Vesturbotn; þar rennur Nýjavatns-
kvísl úr vatninu í Vatnakvísl, sem er skammt vestar. Austur af Nýja-
vatni er allstórt vatn („19 m djúpt, í norðausturhluta"), en það er
nafnlaust. I suðvestur frá Tjaldvatni er ölduhryggur, sem Mið-
mundaalda heitir, og nær hann alla leið að Breiðavatni. Norðan
68
Goðasteinn