Goðasteinn - 01.09.1965, Page 71

Goðasteinn - 01.09.1965, Page 71
undir henni eru þrjú vötn. Innst er Langavatn (dýpst „19 m, nálægt suðausturströnd“); það er langt en mjótt, og nefnist efri hluti þess, svo og hvammur fyrir norðausturbotni þess, Slýdráttur, eins og fyrr segir. í Slýdrættinum er stakur klettur eins og hús í lögun, og heitir hann Dvergastemn. Syðst í Langavatni er vík að sunnanverðu, sem heitir Langavatnskriki. Nokkru vestar rennur kvísl úr Langavatni í Eskivatn, og kallast Langavatnskjaftur eða Langavatnskvísl. Næst er Eskivatn (dýpst „29 m, suðaustan til við miðju“), og smá öldu- hryggur á milli. Eskivatn er lítið vatn, en djúpt, talið jafndýpst af öllum vötnunum. Kvísl rcnnur úr því í Kvíslarvatn, og heitir þar Eskávatnskjaftur eða Eskivatnskvísl; að öðru leyti er Eskivatn ör- nefnalaust. Kvíslarvatn er næst, lítið vatn (dýpst „9 m, í miðju vatni“), og snýr þvert við hin vötnin og er minnst þeirra vatna, sem veiði er stunduð í. Kvísl rennur úr norðvesturenda þess og heitir Kvíslarvatnskvísl; hún rennur í Vatnakvísl, skammt ofan við vaðið móts við Vatnaskarð. Tekur svo við þykkur ölduhryggur, sem er syðsti endinn á Miðmundaöldu. Suðvestan hans er Breiðavatn (dýpst „19 m, á litlum bletti undan hólmunum að sunnan“), lítið vatn en vinalegt. Austur úr því eru þrjú smávötn, með graslendi í kring. Rennur kvísl á milli þeirra allra; þau eru syðsti hlutinn af Pyttlum. Mjög er fagurt þar í góðu veðri. Norðan við Breiðavatn er stórt graslendi, sem heitir Breiðaver. I því eru þrír hólar; tveir eru nafnlausir, en sá, sem er næst öldunni, heitir Tjaldhóll. Hann er með sprungu í toppnum, og var þar viðlegukofi í sprungunni fram yfir aldamótin síðustu. Tjaldstaður er ágætur vestan undir Tjaldhól. Vatnakvísl rennur meðfram Breiðaveri að vestan. Vestan við Breiðavatn var frekar lítið vatn, sem Litia-Breiðavatn hét, ágætis veiðipollur, en fylltist af sandi nokkru fyrir síðustu aldamót. Við skulum, lesandi góður, bregða okkur vestur fyrir Vatnakvísl. Vestur á móts við Kvíslarvatn, vestan Vatnakvíslar, er hamar við kvíslina, og heitir Ógöngunef. Suðvestan við það er skarð eða slakki í ölduhryggnum, og heitir Vatnaskarð. Þar var farið, meðan ferðazt var á hestum, og er þangað klukkutíma ferð frá Tjarnar- koti. Vestur af Nýjavatni, vestan kvíslar, er grjótalda nafnlaus, en vestan við hana er stórt vatn, sem Skyggnisvatn heitir („23,5 m djúpt á stóru svæði“), og rennur ós úr því í Tungnaá, rétt vestan við Goðasteinn 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.