Goðasteinn - 01.09.1965, Qupperneq 71
undir henni eru þrjú vötn. Innst er Langavatn (dýpst „19 m, nálægt
suðausturströnd“); það er langt en mjótt, og nefnist efri hluti þess,
svo og hvammur fyrir norðausturbotni þess, Slýdráttur, eins og fyrr
segir. í Slýdrættinum er stakur klettur eins og hús í lögun, og heitir
hann Dvergastemn. Syðst í Langavatni er vík að sunnanverðu, sem
heitir Langavatnskriki. Nokkru vestar rennur kvísl úr Langavatni í
Eskivatn, og kallast Langavatnskjaftur eða Langavatnskvísl. Næst
er Eskivatn (dýpst „29 m, suðaustan til við miðju“), og smá öldu-
hryggur á milli. Eskivatn er lítið vatn, en djúpt, talið jafndýpst af
öllum vötnunum. Kvísl rcnnur úr því í Kvíslarvatn, og heitir þar
Eskávatnskjaftur eða Eskivatnskvísl; að öðru leyti er Eskivatn ör-
nefnalaust. Kvíslarvatn er næst, lítið vatn (dýpst „9 m, í miðju
vatni“), og snýr þvert við hin vötnin og er minnst þeirra vatna, sem
veiði er stunduð í. Kvísl rennur úr norðvesturenda þess og heitir
Kvíslarvatnskvísl; hún rennur í Vatnakvísl, skammt ofan við vaðið
móts við Vatnaskarð. Tekur svo við þykkur ölduhryggur, sem er
syðsti endinn á Miðmundaöldu. Suðvestan hans er Breiðavatn
(dýpst „19 m, á litlum bletti undan hólmunum að sunnan“), lítið
vatn en vinalegt. Austur úr því eru þrjú smávötn, með graslendi
í kring. Rennur kvísl á milli þeirra allra; þau eru syðsti hlutinn af
Pyttlum. Mjög er fagurt þar í góðu veðri. Norðan við Breiðavatn er
stórt graslendi, sem heitir Breiðaver. I því eru þrír hólar; tveir eru
nafnlausir, en sá, sem er næst öldunni, heitir Tjaldhóll. Hann er
með sprungu í toppnum, og var þar viðlegukofi í sprungunni fram
yfir aldamótin síðustu. Tjaldstaður er ágætur vestan undir Tjaldhól.
Vatnakvísl rennur meðfram Breiðaveri að vestan. Vestan við
Breiðavatn var frekar lítið vatn, sem Litia-Breiðavatn hét, ágætis
veiðipollur, en fylltist af sandi nokkru fyrir síðustu aldamót.
Við skulum, lesandi góður, bregða okkur vestur fyrir Vatnakvísl.
Vestur á móts við Kvíslarvatn, vestan Vatnakvíslar, er hamar við
kvíslina, og heitir Ógöngunef. Suðvestan við það er skarð eða
slakki í ölduhryggnum, og heitir Vatnaskarð. Þar var farið, meðan
ferðazt var á hestum, og er þangað klukkutíma ferð frá Tjarnar-
koti. Vestur af Nýjavatni, vestan kvíslar, er grjótalda nafnlaus, en
vestan við hana er stórt vatn, sem Skyggnisvatn heitir („23,5 m djúpt
á stóru svæði“), og rennur ós úr því í Tungnaá, rétt vestan við
Goðasteinn
69