Goðasteinn - 01.09.1965, Page 79

Goðasteinn - 01.09.1965, Page 79
að. Er landið þar girt lækja á milli. Mjólkað var í færikvíum mest í Tanga. Fært var frá 80-110 ám. Mörgum fannst leiðinlegt að taka lömbin undan ánum, sum máske kornung. Eitt sinn var færður frá svart- glámóttur geldingur, aðeins hálfsmánaðargamall, reyndar mjög bráðgjör. Þetta varð samt gamall og mjög fallegur sauður. Geta má nærri, hvort ekki hefur verið svipað með sum hvít lömb, sem eng- inn vissi aldur á, úr því svona var með Glám. Sumum fannst það sefa sárasta angrið við fráfærurnar, að frá- færulömbin voru fremur sett á en dilkarnir, svo þau áttu fyrir sér að lifa og dafna í stórri hjörð, sem gaman var að fylgjast með. Oft var líka raunin önnur, mörg fráfærulömb, sem rekin voru á fjall, voru þá kvödd í síðasta sinn, heimturnar voru stundum slæmar. Eitt sinn vantaði hér 24 lömb af fjalli, og marga mjólkurlítra hefur þurft til að bæta það tjón. En fráfærurnar voru eitt af því sjálfsagðasta i vitund fólksins, og fituauðug og kostarík sauðamjólkin kom sér vel í búið. Úr henni var gert skyr og ostar. Skyri var safnað hér í stór ker til vetrarins. Súra skyrið var ágætt saman við grauta og í flóaða mjólk. Rjómabú starfaði hér í hrepp í nokkur ár. Var það neðan við Minna-Hof. Allmargir bændur voru í því, bæði af Rangárvöllum og úr Hvolhreppi. Dró það sízt úr fráfærum, því ærmjólkin er talsvert fitumeiri en kúamjólk og gaf því meira smjör. Rjómapóstur af ofan- verðum Rangárvöllum var Magnús Árnason frá Dagverðarnesi, fjöl- hæfur maður til verka, óf og spann á rokk, fróður, með frásagnar- gáfu ríka og skemmtilegur. Ferðalag hans var vel skipulagt af for- manni búsins, Einari Jónssyni, alþingismanni, var hann aðra nótt- ina á Rauðnefsstöðum en hina á Þingskálum eða Heiði. Bændur skiftust á, a. m. k. sum árin, með að skaffa hest til keyrslu eftir hlutfalli rjómainnleggs til búsins. Á Keldum var messað þriðja hvern helgan dag. Gekk það svo til langt fram á preststíð séra Erlends Þórðarsonar í Odda, en hann fór 1946. Þá var kirkjusókn oftast góð. En langt var milli bæja, eins og nú, svo langt, að ekki þótti tiltækilegt að halda aftansöng á hátíðum. Það var mikil fórnfýsi á kirkjustað að búa sig undir messu og sízt um hvíld að ræða á þcim helgidögum. Velvildin og gest- Goðasteinn 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.