Goðasteinn - 01.09.1965, Síða 80
risnin, sem réði þeim undirbúningi, var prestunum til hjálpar í
starfi þeirra, því ærin nauðsyn var að hafa opið hús fyrir kirkju-
gestina, sem komu um langan veg til að hlýða messu.
Á Keldum var farskóli um nokkra vetur, part úr vetri. Þá lágu
hér við kennari og aðkomubörn, svo fjölgaði í heimili, t. d. 24 í
apríl 1907. Sóknarbörnin voru prófuð hér að loknum skóla. Voru
þau 25 að tölu 27. apríl 1909. Þá voru - eins og reyndar alltaf við
próf - aðstandcndur barnanna með þeim sumum.
Keldur eru á fjölförnum leiðum ferðafólks, bæði meðan ferðazt
var á hestum og eins síðan bílar komu til sögunnar. Þess má aðeins
geta til gamans, að 19. júní 1928 kom fyrsti bíllinn heim í Botna,
áður komu bílar ekki svo nærri bæ, en 18 bílar komu heim fyrir
7. júlí 1929 og nokkrir eftir það, svo fór þeim ört fjölgandi. Pabbi
hvatti Jón Tómasson, sem kom með fræ á sandgræðslubíl að Keld-
um og til Reynifellsbænda, að fara að Reynifelli á bílnum og bauðst
til að fylgja honum yfir vötnin, Keldnalæk, Rangá og Teitsvötn,
sem aldrei hafði áður verið farið á bílum og talið ófært, bæði vcgur
og vötn. Þetta heppnaðist furðanlega, voru 40 mínútur 5-6 km veg.
Bændur á Reynifelli voru ekki heima, en konur þeirra urðu undr-
andi, þegar bíllinn lenti við traðirnar. Þetta var 27. maí 1931. Mörgu
fcrðafólki, sem kom að Keldum á hestum, fylgdi pabbi í ýmsar
áttir, í alla næstu hreppa, Land, Holt, Hvolhrepp, Fljótshlíð og
Landeyjar, án þess að taka eyrir fyrir. Svona var greiðasemin við
ókunnuga. Gilti einu, hvernig stóð á með heimilisstörf, jafnvel um
sláttinn, ef einhver var fylgdarþurfi. Vil ég nefna dæmi þcssu til
sönnunar:
Ásgeir Torfason búfræðingur kom hingað 11. ágúst 1891, um há-
sláttinn, og fékk pabba með sér inn um öll hraun, að Valöldufoss-
um, til að vita, hvort hægt væri að ná Eystri-Rangá í Sandgilju-
farveg til verndar gegn sandi.
Einar Bcnediktsson sýslumaður á Stóra-Hofi kom 7. ágúst 1906
og fékk pabba með sér í svipað ferðalag. Þeir fóru inn um hraun,
alla leið inn að Fljóti, afrétti Rangvellinga, fram að Valöldufossum
til að athuga, hvort mögulegt væri að taka Rangá upp við Valöldur
og veita henni niður hjá Gráfelli í Sandgiljufarveg, svo með Eldi-
viðarhraunsbrún niður að Stóra-Hofi. Þetta var hugmynd sýslu-
78
Goðasteinn