Goðasteinn - 01.09.1965, Side 81
manns. Með því sniðgekk hann alla sandvörn til hagsbóta fyrir
Keldur. Fannst sýslumanni þetta bjóða sig fram og furðaði sig á
því, að ekki skyldi vera búið að koma þessu í verk, sagði, að þetta
væri ekki nema handa einum. En stór yfirlætisorð hafa sjaldnast
mikla merkingu, enda fór sýslumaður, án þess að gera meira í þessu
máli. í sömu erindum kom Sigurður Sigurðsson ráðunautur að Keld-
um og dvaldi við þau frá 6.-9. sept. 1906. Pabbi var þá við hey-
skap í Grafarnesi. Var hann sóttur þangað og ferðaðist með Sigurðf
í tvo daga, um sömu slóðir og Einar Bcnediktsson, til hallamælinga.
Enginn árangur varð heldur af þeirri ferð.
I tvær nætur, 20.-21 ágúst 1922, voru hér Sigurður Sigurðsson frá
Draflastöðum, búnaðarmálastjóri, Gunnlaugur Kristmundsson sand-
græðslustjóri og Valtýr Stefánsson, síðar ritstjóri. Pabbi fór með
Sigurði að Valöldufossum, hinir sátu heima. Mældi Sigurður frá
fossunum að Gráfelli til Sandgiljufarvegs með upptöku Rangár fyr-
ir augum. Næsta dag fór pabbi með þcim félögum að Árholtsbrún.
Mældu þeir þar aðstöðu til að taka Rangá og veita henni um Vallar-
tanga í Sandgiljufarveg fyrir norðan túnið á Keldum. Vigfús bú-
íræðingur, bróðir pabba, hafði áður mælt þetta nákvæmiega. Einnig
athuguðu þeir upptöku Rangár við Fossdalsrétt með þá hugmynd
að veita á Móann til græðslu og slægna, „eins og áður“, sagði Sig-
urður með miklum loftkastalahugmyndum. Þriðja daginn mældu
þeir skilyrði til að veita Rangá um Einbúa til Kippingsdala í Hraun-
lækjarbotn.
Allar þessar ferðir voru um hásláttinn og illt fyrir pabba að skáka
sér frá um bjargræðistímann, en hann vildi allt til vinna að fylgja
og leiðbeina þeim, sem höfðu hug á að hefta sandfok á Keldum
með upptöku Rangár. En allt var þetta, því miður, unnið fyrir gýg,
og svo var um fleiri verk, sem áttu að verða til varnar. Grafinn var
skurður úr Hólmalæk í heimalæk fyrir framan Framtúnið til að
verja það sandi. Fóru í það 80 dagsverk. Nokkrum mánuðum eftir,
að vatni var hleypt í skurðinn, gerði rokveður með sandburði, svo
skurðurinn fylltist víða, og stíflan rofnaði. Var þá séð, að skurð-
urinn kom ekki að gagni í sterkveðrum og því ekki fengizt meira
um hann. En Framtún minnkaði talsvert eftir þetta.
Sigurður búnaðarmálastjóri kom að Keldum 28. janúar 1926 og
Godasteinn
19