Goðasteinn - 01.09.1965, Side 95
Þórður Tómasson:
Mypizi um bekki í byiðasafni VIII
Lár Ragnhildar
Sumarið 1960 kom Sigurður Ólafsson frá Skarðshlíð undir Eyja-
fjöllum færandi hendi til safnsins. Gripurinn, sem hann flutti, var
lyppulár mömmu hans og ömmu, útskorinn og letraður. Hafði hann
þá um skeið staðið í geymslu í Skarðshlíð og á Hrútafelli, vel
varðveittur en fyrir fárra augum, enda búinn að ljúka hlutverki
sínu í dagsins önn. Einu sinni var hann þó svolítið hætt kominn,
en lítill draumur barg honum og gaf honum nýtt hlutverk: að fræða
gest og gangandi um atvinnu og menningu fortíðar. Systur Sigurðar,
frú Guðlaugu, þá í Vestmannaeyjum, dreymdi óþekkta formóður
sína, þar sem hún hafði lárinn í kjöltu sinni og lagði á hann hendur
í gömlu Skarðshlíðarbaðstofunni. Guðlaug fór í vökunni að hugsa
um þennan æskuvin sinn, lárinn, og sá í draumnum bendingu um, að
hann ætti að hækka í sessi. Þeim Skarðshlíðarsystkinum, Sigurði,
Skæringi, Guðlaugu, Guðnýju og Helgu, fannst þetta svo bezt gert
með því að fela lárinn forsjá byggðasafnsins í Skógum. Þar hefur
hann sómt sér vel, verið einn þeirra hluta, sem ég hef jafnan beint
athygli gesta að.
Lárar cru enn ófáir til, flestir á söfnum, en nokkrir í eigu einstakl-
inga á víð og dreif. Ákaflega eru þeir misjafnir að gerð, þótt bygg-
ing þeirra fari eftir nokkuð fastri reglu, sumir skartbúnir, aðrir
hversdagsbúnir, og risar og dvergar hittast meðal þeirra.
Lárar greinast í tvær höfuðgerðir, trafalára og lyppulára, sem
einnig nefnast kembu- eða ullarlárar. Lok greinir trafalára frá öðr-
um lárum. í raun og veru eru þeir að formi aðeins smækkuð mynd
af kornbyrðum, sem til skamms tíma voru algengar á sunnlenzkum
búum. Vart hafa margir trafalárar verið smíðaðir eftir aldamótin
1800, en því fleiri lyppulárar.
Goðasteinn
93