Goðasteinn - 01.09.1965, Page 95

Goðasteinn - 01.09.1965, Page 95
Þórður Tómasson: Mypizi um bekki í byiðasafni VIII Lár Ragnhildar Sumarið 1960 kom Sigurður Ólafsson frá Skarðshlíð undir Eyja- fjöllum færandi hendi til safnsins. Gripurinn, sem hann flutti, var lyppulár mömmu hans og ömmu, útskorinn og letraður. Hafði hann þá um skeið staðið í geymslu í Skarðshlíð og á Hrútafelli, vel varðveittur en fyrir fárra augum, enda búinn að ljúka hlutverki sínu í dagsins önn. Einu sinni var hann þó svolítið hætt kominn, en lítill draumur barg honum og gaf honum nýtt hlutverk: að fræða gest og gangandi um atvinnu og menningu fortíðar. Systur Sigurðar, frú Guðlaugu, þá í Vestmannaeyjum, dreymdi óþekkta formóður sína, þar sem hún hafði lárinn í kjöltu sinni og lagði á hann hendur í gömlu Skarðshlíðarbaðstofunni. Guðlaug fór í vökunni að hugsa um þennan æskuvin sinn, lárinn, og sá í draumnum bendingu um, að hann ætti að hækka í sessi. Þeim Skarðshlíðarsystkinum, Sigurði, Skæringi, Guðlaugu, Guðnýju og Helgu, fannst þetta svo bezt gert með því að fela lárinn forsjá byggðasafnsins í Skógum. Þar hefur hann sómt sér vel, verið einn þeirra hluta, sem ég hef jafnan beint athygli gesta að. Lárar cru enn ófáir til, flestir á söfnum, en nokkrir í eigu einstakl- inga á víð og dreif. Ákaflega eru þeir misjafnir að gerð, þótt bygg- ing þeirra fari eftir nokkuð fastri reglu, sumir skartbúnir, aðrir hversdagsbúnir, og risar og dvergar hittast meðal þeirra. Lárar greinast í tvær höfuðgerðir, trafalára og lyppulára, sem einnig nefnast kembu- eða ullarlárar. Lok greinir trafalára frá öðr- um lárum. í raun og veru eru þeir að formi aðeins smækkuð mynd af kornbyrðum, sem til skamms tíma voru algengar á sunnlenzkum búum. Vart hafa margir trafalárar verið smíðaðir eftir aldamótin 1800, en því fleiri lyppulárar. Goðasteinn 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.