Goðasteinn - 01.09.1965, Side 98
því skóna, að gamalt vinfengi við Ingibjörgu í Skarði og Guðrúnu
hafi haft hönd í bagga með þeim vistaskiptum. Guðlaug giftist
Skæringi syni Árna Brandssonar í Skarðshlíð og konu hans, Önnu
Ólafsdóttur frá Fossi í Mýrdal. Þau Skæringur og Guðlaug bjuggu
lengi í Skarðshlíð góðu búi, orðlögð fyrir gestrisni og mannkosti.
Dætur þeirra voru sæmdarhúsfreyjurnar Áslaug, kona Markúsar
Loftssonar í Hjörleifshöfða og síðar Hallgríms Bjarnasonar í Suður-
Hvammi, og Anna í Skarðshlíð, kona Ólafs Jónssonar frá Lamba-
felli.
Guðlaug átti lárinn í búi sínu í Skarðshlíð, og síðar gekk hann í
arf til Önnu dóttur hennar, móður systkinanna, sem gáfu hann safn-
inu. Þetta er hið eina örugga um sögu hans, en aðeins skal getið í
eyðurnar: Nafnið Ragnhildur Magnúsdóttir er þekkt í ætt sr.
Magnúsar Torfasonar. Dóttir hans var, svo sem alkunnugt er, Ragn-
hildur á Skúmsstöðum. Ekki held ég þó, að þessi lár sé smíðaður
handa henni, þótt ekki sé alveg hægt fyrir það að synja. Ég leyfi
mér að gizka á, að lárinn sé smíði 18. aldar.
Langamma sr. Magnúsar Torfasonar var Ragnhildur (d. 1754)
Magnúsdóttir, kona sr. Magnúsar Sæmundssonar á Þingvöllum. Son-
ur þeirra var sr. Guðmundur á Kálfatjörn, síðast í Hrepphólum.
Dóttir hans var Ragnhildur, móðir sr. Magnúsar Torfasonar. Ekki
er alveg óhugsandi, að Ragnhildur á Þingvöllum hafi átt lárinn,
en aldrei verður það sannað. Sumum kann að virðast ólíklegt, að
hann væri látinn ganga úrættis, en margt ólíklegra hefur skeð, ekki
sízt, þegar litið er til þess, að sr. Magnús Torfason dó 1852 og heim-
ili hans í Eyvindarhólum leystist upp. Ekki skal loku fyrir það
skotið, að lárinn sé úr ætt tengdamóður Guðlaugar í Skarðshlíð,
Önnu Óiafsdóttur frá Fossi.
Við þetta skal nema staðar. Bollaleggingar um óvissa sögu gefa
grip ekki gildi. Lár Ragnhildar þarf ekki á þeim að halda. Hann
talar sínu máli og sómir sér vel í fjölskipaðri röð tóvinnugripa
byggðasafnsins í Skógum.
Heimildir: Dr. Kristján Eldjárn: Hundrað ár í Þjóðminjasafni,
Minjaþáttur 60. Dr. Páll Eggert Ólason: íslenzkar æviskrár I-V.
Prestsþjónustubækur og manntöl.
96
Goðasteinn