Goðasteinn - 01.09.1965, Qupperneq 98

Goðasteinn - 01.09.1965, Qupperneq 98
því skóna, að gamalt vinfengi við Ingibjörgu í Skarði og Guðrúnu hafi haft hönd í bagga með þeim vistaskiptum. Guðlaug giftist Skæringi syni Árna Brandssonar í Skarðshlíð og konu hans, Önnu Ólafsdóttur frá Fossi í Mýrdal. Þau Skæringur og Guðlaug bjuggu lengi í Skarðshlíð góðu búi, orðlögð fyrir gestrisni og mannkosti. Dætur þeirra voru sæmdarhúsfreyjurnar Áslaug, kona Markúsar Loftssonar í Hjörleifshöfða og síðar Hallgríms Bjarnasonar í Suður- Hvammi, og Anna í Skarðshlíð, kona Ólafs Jónssonar frá Lamba- felli. Guðlaug átti lárinn í búi sínu í Skarðshlíð, og síðar gekk hann í arf til Önnu dóttur hennar, móður systkinanna, sem gáfu hann safn- inu. Þetta er hið eina örugga um sögu hans, en aðeins skal getið í eyðurnar: Nafnið Ragnhildur Magnúsdóttir er þekkt í ætt sr. Magnúsar Torfasonar. Dóttir hans var, svo sem alkunnugt er, Ragn- hildur á Skúmsstöðum. Ekki held ég þó, að þessi lár sé smíðaður handa henni, þótt ekki sé alveg hægt fyrir það að synja. Ég leyfi mér að gizka á, að lárinn sé smíði 18. aldar. Langamma sr. Magnúsar Torfasonar var Ragnhildur (d. 1754) Magnúsdóttir, kona sr. Magnúsar Sæmundssonar á Þingvöllum. Son- ur þeirra var sr. Guðmundur á Kálfatjörn, síðast í Hrepphólum. Dóttir hans var Ragnhildur, móðir sr. Magnúsar Torfasonar. Ekki er alveg óhugsandi, að Ragnhildur á Þingvöllum hafi átt lárinn, en aldrei verður það sannað. Sumum kann að virðast ólíklegt, að hann væri látinn ganga úrættis, en margt ólíklegra hefur skeð, ekki sízt, þegar litið er til þess, að sr. Magnús Torfason dó 1852 og heim- ili hans í Eyvindarhólum leystist upp. Ekki skal loku fyrir það skotið, að lárinn sé úr ætt tengdamóður Guðlaugar í Skarðshlíð, Önnu Óiafsdóttur frá Fossi. Við þetta skal nema staðar. Bollaleggingar um óvissa sögu gefa grip ekki gildi. Lár Ragnhildar þarf ekki á þeim að halda. Hann talar sínu máli og sómir sér vel í fjölskipaðri röð tóvinnugripa byggðasafnsins í Skógum. Heimildir: Dr. Kristján Eldjárn: Hundrað ár í Þjóðminjasafni, Minjaþáttur 60. Dr. Páll Eggert Ólason: íslenzkar æviskrár I-V. Prestsþjónustubækur og manntöl. 96 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.