Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 10
Fyrsta tölublað Tímarits lögfræðinga kom út í mars 1951. Fremst í blaðinu er að finna formála sem undirritaður er af stjórnarmönnum í Lögmannafélagi Islands, þeim Lárusi Jóhannessyni formanni, Agústi Fjeldsted ritara og Agli Sigurgeirssyni gjaldkera. Þá er þar að finna eins konar forystugrein eða leiðara eftir Einar Arnórsson fyrsta ritstjórann. Það sem einkum vekur athygli varðandi þessi skrif er hófleg bjartsýni á framtíð hins nýja tímarits. Formáli stjómarinn- ar hefst á þessum orðum:7 Það getur varla talizt vanzalaust af íslenzkum lögfræðingum, að þeir skuli ekki fyrir löngu hafa stofnað tímarit um lögfræðileg efni á sama hátt og ýmsar aðrar stéttir, sem þó eru fámennari í þjóðfélaginu, hafa gert, um sínar fræðigreinar. Síðar í formálanum segir að Einar Arnórsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hafi tekið að sér ritstjóm en ritnefnd skipi þeir Olafur Lárusson prófessor, Arni Tryggvason hæstaréttardómari og Theodór B. Líndal hæstaréttarlögmaður. Síðan segir í niðurlagi þessara aðfararorða: En þó svo sé fyrir að þakka, mun rit þetta ekki frekar en fyrri tilraunir með lögfræði- leg tímarit verða til uppbyggingar og langlíft í landinu, nema lögfræðingar yfirleitt taki því opnum örmum, ekki aðeins með því að kaupa það og auglýsa í því, heldur með því að senda því ritgerðir um áhugamál sín í lögfræðilegum efnum. Heitir stjórn Lögmannafélags Islands á alla lögfræðinga, hvaða stöðum sem þeir gegna í þjóðfélaginu, að slá skjaldborg um rit þetta og forða því frá þeim dauða, sem er öllum dauðdaga óvirðulegri fyrir blað heillar stéttar - hordauðanum. Þá er, eins og fyrr segir, ennfremur að finna í þessu fyrsta tölublaði hins nýja tímarits eins konar forystugrein eða leiðara sem ritstjórinn Einar Arnórsson rit- ar. Sú grein geislar ekki af bjartsýni um framtíð ritsins frekar en formáli stjóm- ar. I leiðaranum kemur fram að Einar hafi „dregist á“ að taka að sér ritstjóm tímaritsins vegna ítrekaðra tilmæla formanns lögmannafélagsins. „Mönnum má þar með vera ljóst að tjaldað er til einnar nætur“, segir hann. Um efni fyrsta tölublaðsins hefur Einar þetta að segja:8 Vera má, að einhverjum þyki efni þessa heftis eigi svo fjölbreytilegt eða að öðru svo vaxið sem æskilegt hefði verið, og skal ekki borið á móti því, að svo kunni að vera. En svarið er einfalt og á reiðum höndum: Annað efni hefur ekki borizt að svo tíman- lega, að það gæti í þetta fyrsta hefti komið, sem ákveðið var, að kæmi út eigi síðar en í lok fyrsta fjórðungs þessa árs. Framvegis er ætlazt til þess, að eitt hefti komi út á hverjum ársfjórðungi. 7 Tímarit lögfræðinga. 1. hefti 1951, bls. 1 (Formáli stjómar Lögmannafélags íslands). 8 Einar Arnórsson: Tímarit lögfræðinga. 1. hefti 1951, bls. 2-3, einkum bls. 2. (Leiðari Einars ber enga yfirskrift). 266
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.