Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 52
hún skylduð til þess að hefja aftur framleiðslu umræddrar vöru? Niðurstaðan ræðst af því, hvort það hefði í för með sér meiri fjárútlát miðað við greiðslu skaðabóta. Ef þetta hlutfall nær ákveðnu marki skuldara í óhag, er talið rétt að leysa hann undan skyldu til efnda in natura, og láta hann þess í stað greiða efndabætur. Við hagsmunamat samkvæmt framansögðu verður að líta til þess, hvort byrði skuldarans eykst mjög verulega í samanburði við hagsmuni kröfuhafa af því að fá hina umsömdu greiðslu í hendur. Eins verður að taka tillit til eðlis samningsins og þeirra ástæðna, sem eru þess valdandi, að skuldari getur ekki efnt samninginn réttilega. Þá verður að líta til þess, hvort efndir in natura hafa í för með sér óhæfilegan kostnað og eyðileggingu verðmæta, þegar hægt er að finna aðra lausn, sem tryggir hagsmuni kröfuhafa jafn vel. Það er að sjálfsögðu einnig skilyrði fyrir því, að þessari reglu verði beitt, að hagsmunir kröfuhafa séu nægj- anlega tryggðir með þeirri leið, sem farin er. Engan veginn er sjálfgefið, að skaðabætur geti í öllum tilvikum komið í stað efnda in natura, og sjá um það til athugunar H 1972 904 (Áburðarverksnriðjan). H 1972 904. Þar voru málavextir með þeim hætti, að SK átti land austur í Laugardal. Hann leigði 3 lóðir úr landinu og seldi 7 lóðir, þ. á m. til Á. f samningi Á og SK var svofellt ákvæði: „ Fyrirhuguð er breyting á aðkeyrslu að landinu, þannig að vegurinn veður lagður á vestari bakka Eystri Stekkár. Taka kaupendur þátt í kostnaði við vegagerð þessa að jöfnu á móti þeim öðrum er veginn nota“. Þar sem SK hafði áður leigt tveimur aðilum landsvæði við Eystri Stekká, var eigi unnt að leggja veg upp árbakkann, nema með þeirra samþykki, en það fékkst ekki. Á krafðist þess, að SK yrði dæmt skylt að láta Á í té vegarstæði eftir nánari ákvörðun dómsins um staðsetn- ingu. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu, að SK væri skylt að láta Á í té vegar- stæði. Var ákveðið, að vegurinn skyldi liggja að nokkru um lönd tveggja sona SK, sem hann hafði leigt lönd löngu eftir að hann hafði selt landspilduna til Á, og var þeim talið skylt að þola vegarstæði. Þá var dæmt, að SK bæri að endurgreiða kostn- að, sem Á hafði haft af því að fá einn leigutaka til að samþykkja vegarstæði yfir land sitt. Vegarstæðið var ákveðið á uppdrætti, sem fylgir dóminum. Sömu sjónarmið og hér voru rakin geta átt við, þegar efndir in natura myndu leiða til óeðlilegrar skerðingar á hagsmunum og jafnvel athafnafrelsi skuldarans miðað við upphaflegar forsendur samnings. Er þá hugsanlegt, að kröfuhafi verði að láta sér nægja skaðabætur í stað efnda in natura. Hér má sem dæmi nefna ákvæði 15. gr. hsll., en þar segir, að spillist leiguhúsnæði fyrir upphaf leigutíma þannig, að það verði óhæft til fyrirhugaðra nota, fellur leigusamningur úr gildi. Leigutaki á þá ekki rétt til bóta, nema spjöllin séu sök leigusala sjálfs eða hann vanræki að gera leigutaka viðvart um þau. Ef leiguhúsnæði brennur og eyði- leggst í eldi eða vegna annars óhapps, fellur leigusamningurinn niður. Leigj- andinn getur þó krafið leigusala um bætur í þeim tilvikum, þar sem leigusalinn er samkvæmt almennum reglum ábyrgur, þ.e.a.s. þegar um sök hjá leigusala er 308
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.