Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 128

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 128
bein áhrif í næstum öllum lagakerfum aðildarríkja Evrópuráðsins sem þýðir að víðast í Evrópu er hægt að krefjast sömu grundvallarmannréttinda og mann- frelsis fyrir dómstólum.54 Ein meginskýring þessarar jákvæðu þróunar er sú að dómarar þessara landa taka mark á rökleiðslu og niðurstöðum starfsfélaga sinna í mannréttindadómstólnum. Dómstólarnir hafa að eigin frumkvæði viðurkennt að í dómum mannréttindadómstólsins megi finna mikilvægar leiðbeiningar um það hvernig beri að leysa úr deiluefnum sem snerta grundvallarréttindi borgar- anna. Það væri því rangt að líta svo á að lagabreytingar hafi þvingað dómstóla þessara landa til að hlíta dómum frá Strassborg eða þá að um sé að ræða ein- hverskonar innrás alþjóðaréttar inn í landsrétt. Rétt er að benda á tvö tilfelli sem ganga gegn þessari þróun sem að öðru leyti virðist vera ríkjandi í öllum aðildarríkjum Evrópuráðsins. í dómi sem féll 10. apríl 1997 kom fram að Hæstiréttur Noregs var ekki reiðubúinn til að fram- fylgja alþjóðlegum skuldbindingum Noregs vegna landslaga sem greinilega voru í andstöðu við reglur þjóðaréttar. Hitt dæmið varðar lögfestingu mann- réttindasáttmálans á Islandi. I lögum nr. 62/1994 segir í 2. gr.: Urlausnir mannréttindanefndar Evrópu, mannréttindadómstóls Evrópu og ráðherra- nefndar Evrópuráðsins eru ekki bindandi að íslenskum landsrétti. Ekkert annað aðildarríki Evrópuráðsins hefur lögfest sáttmála sem ætlað er að tryggja grundvallarréttindi og frelsi borgara þess með jafn þröngum hætti. Þessi lagagrein byggir á því viðhorfi að reglur þjóðaréttar hafi ekki bein áhrif í í íslenskum rétti nema löggjafinn mæli þar um. Þrátt fyrir að þetta viðhorf sé enn að mörgu leyti gott og gilt gagnvart ýmsum reglum þjóðaréttar er ekki hægt að leggja þær allar að jöfnu. Með 2. gr. 1. nr. 62/1994 lítur löggjafinn fram hjá sérstöðu mannréttindasáttmálans og því umfangsmikla kerfi sem byggt var upp til að þróa hann og tryggja fylgni við hann. Því má jafnvel halda fram að hann líti framhjá þeirri viðhorfsbreytingu sem orðið hefur í íslensku réttarkerfi gagn- vart mannréttindasáttmálanum. Evrópuríki hafa fylgt þeirri stefnu undanfarin 50 ár að mannréttindi séu ekki einkamál hvers ríkis heldur hluti af sameiginlegri menningu þeirna, arfleifð og hugsjónum. Það viðhorf hefur verið ríkjandi að með því að tryggja í sameiningu að þau séu virt sé hægt að stuðla að einingu og friði innan álfunnar.55 Þróun mannréttindamála í einu ríki mun því alltaf hafa áhrif út fyrir landamæri þess og á þróun mála í Evrópu í heild. Þetta gildir sérstaklega urn ákvarðanir mann- réttindadómstólsins sem beinlínis er ætlað að tryggja sameiginlega beitingu á mannréttindasáttmálanum og er til þess skipaður dómurum frá öllum aðildar- ríkjum Evrópuráðsins 54 Sjá þessu til staðfestingar m.a. ályktun I gefna út á ráðstefnu ráðherra haldinni í Róm 3.-4. nóvember í tilefni 50 ára afmælis mannréttindasáttmálans (Ministerial Conference and Com- memorative Ceremony of the 50th anniversary of the Convention). 55 Sjá að nokkru inngang að mannréttindasáttmálanum. 384
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.