Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 63

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 63
fyrirtækisins o.fl. Einnig myndu hér undir falla hrein óhappatilvik, t.d. þegar vélar gefa sig, eða þegar bruni verður, nema unnt sé að segja, að seljandinn hafi alls ekki getað haft stjórn á þessu. Ef bruna má rekja til skammhlaups í rafleiðslum, er í eðli sínu um að ræða atvik, sem seljandi gat haft stjórn á. Hins vegar er seljandi ekki talinn fá ráðið við atvik í skilningi ákvæðisins, ef brennuvargur, sem á leið um hverfi hans, kveikir í fyrirtækinu. Svipuð sjónarmið leiða til þess, að seljandi ber ábyrgð á því, hvernig hann útvegar hráefni og annað, sem á þarf að halda til að efna kaupin. Bregðist samningur um kaup á hráefni, ber seljandinn ábyrgð á því, ef vanefndina má rekja til þess, að hann var að öllu leyti háður einum tilteknum birgi um afhendinguna. Sama gildir, þegar í ljós kemur, að vörur, sem seljandi hefur pantað frá fyrri söluaðila, nægja ekki til þess að fullnægja afhendingarskyldu samkvæmt samningum, sem seljandinn hefur gert. Seljandinn er venjulega ekki heldur laus úr ábyrgð, þótt þeir, sem hann notar til að sjá um þjónustu og viðgerðir í fyrirtæki hans, bregðist honum og vanefnd gagnvart kaupanda má rekja til þess. Fjárhagsstaða seljanda sjálfs er einnig meðal þess, sem hann fær ráðið við í skilningi ákvæðsins. Greiðsluþrot eða annar brestur í greiðslugetu seljanda leysir hann ekki úr ábyrgð. Ef seljandi getur t.d. vegna bágs fjárhags ekki staðgreitt vörur, og honum er neitað um lánafyrirgreiðslu hjá þeim, sem hann kaupir af, er hann ekki laus úr ábyrgð gagnvart viðsemjendum sínum af þeirri ástæðu. Annað myndi hins vegar gilda, þegar greiðslumiðlun stöðvast, t.d. vegna verkfalls í banka.50 4.5.5 Seljandi gat ekki haft hindrun í huga við samningsgerð Þriðja skilyrði þess, að um ábyrgðarleysi geti verið að ræða, byggist á því, að hindrunin sé þess eðlis, að ekki sé með sanngirni unnt að ætlast til þess, að seljandinn hafi haft hana í huga á þeim tíma, sem samningurinn var gerður. Af þessu leiðir, að seljandi getur borið ábyrgð á greiðsludrætti, jafn- vel þótt hindrun hafi verið honum ofviða, ef hann mátti sjá hana fyrir á þeim tíma, sem samningur var gerður. Vandinn er hins vegar að ákveða, hvað seljandinn gat séð fyrir við samningsgerðina. Niðurstaða um það, hvað seljandinn hefði átt að hafa í huga við samnings- gerðina, byggist á mati á aðstæðum í hverju tilviki fyrir sig. Dæmi um þetta er, að hafi seljandi getað séð fyrir hugsanlegt verkfall, sem kynni að seinka afhendingu og þar með getað tekið tillit til þess við samningsgerðina, getur hann ekki borið slíka hindrun fyrir sig. Einnig má hugsa sér atvik, sem oft verða í viðkomandi atvinnugrein, og seljandinn á því að hafa í huga og gera ráð fyrir. Dæmigert tilvik af því tagi er kaup, þar sem afhendingin er komin undir góðu veðri. Ef seljandinn hefur það ekki í huga og setur ekki fyrirvara að þessu leyti í samninginn, getur hann ekki, án þess að annað og meira komi 50 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 89-91. 319
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.