Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 115

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 115
Það sem hefur haft langmest áhrif á mannréttindasáttmálann og fullnustu- kerfi hans er heimild einstaklinga til kæra ríki fyrir að virða ekki ákvæði sáttmálans. Fyrstu tuttugu árin frá stofnun mannréttindadómstólsins og mann- réttindanefndarinnar bárust aðeins örfá mál til þeirra. Frá 1950-1960 voru eingöngu 5 mál tekin til efnismeðferðar en engir dómar felldir. A árunum 1960- 1970 voru 54 mál tekin til efnismeðferðar og dómstóllinn felldi fyrstu 10 dóma sína. Töluverð þróun varð á tímbilinu 1970-1980 en undir lok þess voru aðildarríki mannréttindasáttmálans orðin 20 talsins og dómstóllinn felldi 26 dóma sem sumir hafa haft grundvallaráhrif á framkvæmd sáttmálans. Spreng- ing varð í starfsemi dómstólsins á árunum 1980-1990. í lok áratugarins höfðu 22 af 23 aðildarríkjum Evrópuráðsins gengist undir lögsögu dómstólsins og 169 dómar voru felldir. Það sem gerðist frá 1990 er alkunna. Eftir hrun komm- únismans gekk fjöldi Mið- og Austur-Evrópuríkja í Evrópuráðið og gengust jafnframt undir lögsögu dómstólsins. Þetta, ásamt stóraukinni þekkingu á starf- semi mannréttindadómstólsins í Vestur-Evrópu, leiddi til þess að kærum fjölg- aði gríðarlega og má sem dæmi nefna að á síðustu 10 árum hafa fleiri dómar verið felldir en samanlagt á öllum fyrri starfsárum dómstólsins. Fullnustukerfi mannréttindasáttmálans var orðið fórnarlamb eigin velgengni. Vegna gríðarlegs vinnuálags sem fylgdi auknum málafjölda var ákveðið að sameina starfsemi mannréttindanefndarinnar og mannréttindadómstólsins, eins og getið er að ofan, og setja á stofn nýjan dómstól sem skyldi starfa samfellt allt árið um kring. Reynslan af fyrsta starfsári dómstólsins bendir til þess að þrátt fyrir aukna afkastagetu sé enn langt í land með það að hann geti unnið úr öllum þeim málum sem til hans berast innan hæfilegs tíma. 3. ALMENNT UM EVRÓPURÁÐIÐ Evrópuráðið, sem hefur höfuðstöðvar í Strassborg í Frakklandi, var stofnað af tíu Vestur-Evrópuríkjum 5. maí 1949 og var stofnun þess eitt fyrsta skrefið eftir seinni heimsstyrjöldina til aukins samstarfs Evrópuríkja.6 ísland gerðist aðili að Evrópuráðinu 7. mars 1950. Aðild að ráðinu er opin öllum lýðræðis- ríkjum Evrópu sem viðurkenna grundvallarreglur réttarríkis og eru reiðubúin til þess að að tryggja öllum íbúum á yfirráðasvæði sínu mannréttindi og grund- vallarfrelsi. Tilgangur Evrópuráðsins er að standa vörð um og vinna að þeim hugsjónum og lýðræðislegu gildum sem aðildarríkin eiga sameiginleg og stuðla þannig að framförum á sviði mannréttinda, félagsmála, menningar, menntunar, um- hverfismála, lagasamvinnu, stjómsýslu og jafnvel á sviði viðskipta. Evrópu- ráðið er þannig samstarfsvettvangur fyrir nærri alla þætti samskipta milli ríkja nema öryggis- og vamarmál. Evrópuráðið hefur gert u.þ.b. 170 samninga sem ætlað er að styrkja hugsjónir um mannréttindi og lýðræði og efla samkennd 6 Stofnaðilar Evrópuráðsins eru Belgía, Bretland, Danmörk, Frakkland, Holland, írland, Ítalía, Lúxemborg, Noregur og Svíþjóð. 371
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.