Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 56
vegar er litið til óhagræðis og kostnaðar seljanda og hins vegar hagsmuna kaupanda af því, að seljandinn efni skyldur sínar. Við hagsmunamat samkvæmt framansögðu skiptir í sjálfu sér ekki máli, hver ástæða liggur til grundvallar efndahindrunum seljanda. Það, sem úr- slitum ræður, er fyrst og fremst, hvort um verulegt misræmi er að ræða milli óhagræðis og kostnaðar seljanda annars vegar og hagsmuna kaupanda af efndum hins vegar. Matið ræðst af einstökum atvikum varðandi samninginn, m.a. því hvers eðlis kaupin eru og hver söluhluturinn er. Ef um er að ræða vöru, sem er viðkvæm fyrir verðsveiflum, verður að telja, að það leiði af atvikum í tengslum við kaupin, að seljandinn verði að sætta sig við verð- hækkanir að ákveðnu marki, áður en unnt er að halda því fram, að um efnda- hindrun í skilningi ákvæðisins sé að ræða. Sama gildir, ef seljandinn hefur tekið að sér mjög flóknar og kostnaðarsamar efndir. Þá getur hann ekki seinna borið það fyrir sig, að hann sé laus undan afhendingu af þeirri ástæðu, að það hafi verið mjög kostnaðarsamt að efna samninginn. Aðalreglan er sú, að seljandi er aðeins laus undan efndum í mjög sérstökum undantekningar- tilvikum. Þess vegna er t.d. almenn hækkun verðlags ekki ástæða, sem leyst getur seljanda undan efndum í þessum skilningi. Aftur á móti getur mjög óvenjuleg verðmyndun skapað verulegt misræmi milli hagsmuna aðilanna. Þetta gildir sér í lagi, ef kaupandinn getur útvegað sér sambærilegan hlut frá öðrum aðilum, sem ekki eru háðir umræddri verðlagsþróun. Við mat á hagsmunum kaupanda af efndum verður m.a. að taka tillit til þess, hverja möguleika hann hefur á að fá sama hlut annars staðar. Þetta leiðir í sjálfu sér af orðalaginu, því það sem úrslitum ræður eru hagsmunir kaupanda af því að seljandinn efni það, sem honum ber. Hagsmunamatið getur þess vegna að verulegu leyti ráðist af því, hversu tegundarlega ákveðin greiðslan er. Við hagsmunamat samkvæmt niðurlagsákvæði 2. málsl. 1. mgr. 23. gr. er ljóst, að heimilt er að líta til fleiri atriða en þeirra, sem aðeins snerta fjárhag. Hvað seljanda varðar leiðir þetta beint af því, að „óhagræði“ er sérstaklega nefnt, og þegar kemur að mati á hagsmunum kaupanda geta önnur atriði en fjárhagsleg einnig skipt máli. Við kaup á einkabíl er t.d. í vissum tilvikum unnt að halda því fram, að kaupandinn hafi ekki fjárhagslega hagsmuni af því að fá bílinn afhentan, þar sem hagkvæmara sé fyrir hann að nýta sér al- menningssamgöngur. Þetta eru þó í sjálfu sér engin rök fyrir því, að seljandi geti á auðveldari hátt losnað undan aflrendingarskyldunni við slíka sölu en kaupandi, sem ætlar að nota bílinn vegna atvinnustarfsemi sinnar. Eiga þessi sjónarmið alveg sérstaklega við í neytendakaupum. Fjárhagslegir hagsmunir af efndum njóta í sjálfu sér engrar sérstöðu, en geta án efa í sumum tilvikum haft mikla þýðingu. Niðurstaðan ræðst af sameiginlegu mati á hinum ólíku hagsmunum.36 36 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 81-82. 312
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.