Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 67

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 67
Ákvæði 5. mgr. 27. gr. hefur litla þýðingu að því er varðar beint tjón. Sé unnt að líta svo á, að seljandi beri ábyrgð á grundvelli mistaka eða van- rækslu, ber seljandi venjulega einnig ábyrgð skv. 1. mgr. Sé hins vegar unnt að líta svo á, að um mistök eða vanrækslu sé að ræða hjá starfsfólki seljanda, aðstoðarmönnum eða sjálfstæðum verktökum, myndi seljandi bera ábyrgð skv. 1.-3. mgr. Ákvæðið hefur því fyrst og fremst þýðingu að því er varðar óbeint tjón. Ákvæðið í 5. mgr. svarar til 3. mgr. 40. gr. kpl. um skaðabætur vegna galla. Eðlilegt er, að lagareglurnar séu eins að þessu leyti, hvort sem um er að ræða greiðsludrátt eða galla.56 5. KRÖFUR UM GREIÐSLUR, SEM ERU PERSÓNULEGS EÐLIS 5.1 Almennt Ymsar fleiri undantekningar gilda frá þeirri meginreglu, að jafnan sé hægt að fá skuldara skyldaðan til efnda in natura, heldur en þær undantekningar, sem getið er um í köflum 2.-4. Sérreglur gilda um vissar samningstegundir, sbr. 5.2-5.3. Eins kann eðli ein- stakra samningssambanda einnig að leiða til frávika frá meginreglunni. Sjá til athugunar um hið síðastnefnda H 1987 1374 (Samvinnufélagið Hreyfill), þar sem sagði m.a.: „Miðað við þau samskipti aðila, sem ofangreindur forkaupsréttur hefur í för með sér, verði hans neytt, verður hins vegar ekki talið, að lagaskilyrði séu til þess, að gagnáfrýjandi geti knúið fram efndir á umræddu samningsákvæði beinlínis eftir aðalefni þess gegn mótmælum aðaláfrýjanda. Af þeim sökum verður aðeins veitt dómsviðurkenning fyrir forgangsréttinum út af fyrir sig, enda verður heldur ekki fullyrt fyrirfram, að gagnáfrýjandi geti veitt aðaláfrýjanda sömu kjör og samið hefur verið um í samningi þeim, sem aðaláfrýjandi hefur samkvænrt gögnum málsins gert við Olíufélagið hf.“ Sjá einnig um sama sakar- efni H 1987 1395 og H 1991 3. 5.2 Samningar um eigin vinnu starfsmanns Hið sérstaka og persónulega eðli vinnunnar sem greiðslu í vinnuréttarsam- bandi, þar sem launþeginn er settur undir boðvald vinnuveitanda, setur að vissu marki svip sinn á reglumar um þessa tegund samninga. Launþeginn er ekki skyldur til þess að vinna fyrir aðra en vinnuveitanda sinn, a.m.k. þar sem hið persónulega samband við vinnuveitandann skiptir launþega máli. Launþegi er yfirleitt skyldur til þess sjálfur að inna vinnuframlag sitt af hendi, en getur ekki látið aðra um framkvæmd þess. Vinnuskylda starfsmanns fellur niður við andlát hans eða þegar aðrar tilteknar efndahindranir standa efndum af hans hálfu í vegi, t.d. þegar um sjúkdóma, slysaforföll o.s.frv. er að ræða.57 Má segja, að ein veigamesta undantekningin frá vinnuskyldu starfs- 56 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 92-93. 57 Um vinnusamninga sjá nánar Bernhard Gomard: Obligationsret Almene emner, 1. hæfte. Natur- alopfyldelse, bls. 54; Arnmundur Backman og Gunnar Eydal: Vinnuréttur. Reykjavík 1986, bls. 139. 323
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.