Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 44
Stundum getur hin fjárhagslega niðurstaða orðið mismunandi eftir því, hvort krafist er efnda in natura eða efndabóta. Hugsanlegt er, að það verði þyngri byrði fyrir skuldara að efna in natura heldur en að greiða skaðabætur, sem nema verðmismun. Eins er hugsanlegt, að skaðabætur bæti kröfuhafa ekki allt það tjón, sem hann hefur orðið fyrir. Ef kröfuhafi ætlar að nota hið keypta sem hráefni eða fylgihluti til framleiðslu sinnar, getur verið hagkvæmara fyrir hann að fá efndir in natura heldur en skaðabætur, einkum ef erfitt er að afla sambærilegra hluta annars staðar. I slíkum tilvikum hefur kröfuhafi lítið gagn af því að fá verðmismuninn bættan. Eins getur verið erfitt fyrir kröfuhafa að færa sönnur að öllu því tjóni, sem hann telur sig hafa beðið, t.d. sönnur að fylgitjóni ýmiss konar. I slíkum tilvikum ætti að vera hagkvæmara að krefjast efnda in natura í stað skaðabóta. Ef greiðslustaða skuldara er slæm, er betra að treysta á efndir in natura heldur en skaðabætur, einkum þegar kröfuhafinn hefur öðlast réttarvemd gagnvart skuldheimtumönnum og viðsemjendum skuldara. Ofjárhagslegt tjón, sem tengist þeirri greiðslu, sem samningurinn snertir, verður ekki bætt með skaðabótum. I slíkum tilvikum er heppilegra að krefjast efnda in natura, þ.e.a.s. að fá þá greiðsluna. 2. ÓMÖGULEIKI 2.1 Meginregla um almennan og einstaklingsbundinn ómöguleika Samkvæmt þýskum rétti er samningur um greiðslu, sem ekki er hægt að afhenda, ógildur. Þetta virðist eðlileg regla við fyrst sýn. Það er augljóst mál, að samningur um afhendingu tiltekinnar greiðslu, sem með engu móti er hægt að inna af hendi, verður ekki efndur, og bindur hann þar af leiðandi ekki loforðs- gjafa. Loforðið getur m.ö.o. ekki haft réttarverkanir í för með sér.12 Reglan um það, að ómöguleiki leiði til þess, að samningur sé ógildur, byggir á þeirri gömlu kennisetningu rómverks réttar, að impossibilium nulla est obligatio. Kennisetning þessi leysir þó engan veginn öll þau lögfræðilegu vandamál, sem tengjast ómöguleika. Þannig má t.d. nefna, sem áður er fram komið, að þó svo að ómöguleiki útiloki efndir in natura, er ekki sjálfgefið, að hann útiloki einnig skaðabætur, sbr. ákvæði 23. og 27. gr. kpl. að því er lausa- fjárkaup varðar. Reglan um ógildi þeirra geminga, sem ganga út á afhendingu verðmæta, sem ekki er mögulegt að afhenda, er eðlileg í þýskum rétti, þar sem efndir in natura er aðalreglan. Það er hins vegar álitamál, hversu vel reglan á við í íslenskum rétti, þar sem skaðabætumar gegna þýðinganniklu hlutverki, og kröfuhafi getur valið á milli þess að krefjast efnda in natura eða skaðabóta. Ber í því sambandi og að hafa í huga hina almennu skýringu á hugtakinu gilt loforð, þ.e.a.s. að gilt sé það loforð sem veiti rétt til efnda in natura eða til efndabóta. 12 Sjá t.d. Bernhard Gomard: Obligationsret Almene emner, 1. hæfte. Naturalopfyldelse, bls. 50 og Obligationsret 2. del, bls. 46. 300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.