Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 122

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 122
sekt mannanna öðruvísi en með því að endurtaka refsimálið í sanngjörnum réttarhöldum í skilningi 6. gr. sáttmálans. M.ö.o., í stað þess að náða Van Mechelen og samkærendur hans, sem ekki fól í sér neina afstöðu um sekt þeirra eða sakleysi, hefði mátt reyna að endurupptaka málið. Endurupptaka á endanlegum dómum er lausn sem stríðir gegn grundvallar- reglunni res judicata um bindandi og endanleg áhrif dóma. A móti kemur skýr skylda aðildarríkja Evrópuráðsins til að binda enda á afleiðingar dóms sem virðir ekki þau réttindi og frelsi sem tryggð eru með ákvæðum mannréttinda- sáttmálans. Mál Van Mechelens sýnir að í sumum tilfellum er endurupptaka dómsmáls besta, ef ekki eina, leiðin til þess að afmá afleiðingar brots. Hér er þó um að ræða sjaldgæfar aðstæður sem skipta má í tvo eftirfarandi hópa: a. Mál þar sem niðurstaða dómstóla er efnislega röng, sbr. mál Þorgeirs Þorgeir- sonar23 sem dæmdur var af íslenskum dómstólum til greiðslu 10.000 króna sektar fyrir ærumeiðandi ummæli í garð lögreglunnar. Mannréttindadómstóllinn taldi að ummælin væru vernduð af ákvæði 10. gr. sáttmálans um tjáningarfrelsi og því ekki refsiverð. Af niðurstöðu mannréttindadómstólsins má ráða að íslenskir dómstólar hafi vanmetið umfang tjáningarfrelsis og hefði því mögulega þurft að endurupptaka dóminn ef Þorgeir hefði enn liðið fyrir mannréttindabrotið.24 Dæmi um slíka fram- kværnd má finna í máli Jersild gegn Danmörku en hann var dæmdur fyrir að breiða út yfirlýsingar kynþáttahatara.25 Mannréttindadómstóllinn taldi dóminn brjóta gegn 10. gr. sáttmálans þar sem ekki var um yfirlýsingar Jersild sjálfs að ræða heldur eingöngu viðtöl sem hann hafði tekið sem blaðamaður. I kjölfar þessarar niðurstöðu voru málaferlin endurupptekin fyrir dönskum dómstólum og Jersild sýknaður. b. Mál þar sem réttarfarsgallar gætu hafa haft áhrif á niðurstöðu dómstóla sbr. mál Van Mechelens og annarra. í slíkum tilfellum þarf niðurstaðan ekki nauðsynlega að vera efnislega röng, eins og í ofangreindu máli, og því þarf að meta það í hvert sinn hvort réttarfarsgallamir hafi verið svo alvarlegir að þeir gætu hafa haft áhrif á loka- niðurstöðuna. Þegar svo er þarf mögulega að endurupptaka dóminn. Eitt þekktasta dæmið um mikilvægi endurupptöku er mál Barberá, Messegué og Jabardo gegn Spáni en þeir voru dæmdir til 15-30 ára fangelsisvistar í mjög ósanngjörnum réttar- höldum.26 I kjölfarið á dómi mannréttindadómstólsins sem fann brot á 6. gr. sátt- málans skipaði Stjómskipunardómstóll Spánar fyrir um að málið skyldi endur- upptekið þar sem það væri andstætt spænskri stjómskipun að fullnusta dóm sem bryti gegn mannréttindasáttmálanum.27 í nýjum og sanngjömum réttarhöldum komust 23 Dómur mannréttindadómstólsins 25. júní 1992. 24 Öfugt við mál Jóns Kristinssonar var hvorki sett athugasemd í sakaskrá Þorgeirs Þorgeirsonar né var sektin endurgreidd af íslenska ríkinu. Þó skýra megi það að nokkru leyti með því að máli Jóns lauk með sátt liggur einnig að baki slakleiki í framkvæmd ráðherranefndarinnar sem í byrjun þessa áratugar fylgdi ekki jafn strangt eftir því og nú að sértækar ráðstafanir væru gerðar. 25 Dómur mannréttindadómstólsins 23. september 1994. 26 Dómar mannréttindadómstólsins 6. desember 1988 og 13. júní 1994. 27 Sjá Barberá, Messegué og Jabardo gegn Spáni, dómur mannréttindadómstólsins 13. júní 1994, 5. málsgrein. 378
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.