Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 69

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 69
í þessu sambandi ber og að hafa í huga ákvæði 1. mgr. 37. gr. smnl., sbr. lög nr. 11/1936, en það ákvæði reisir ákveðnar skorður við efni samninga, sem gerðir eru í því skyni að vama samkeppni. Hafi maður, í því skyni að vama samkeppni, áskilið sér hjá öðrum manni, að sá maður reki ekki verslun eða aðra atvinnu, eða hann ráði sig ekki til starfa við slfkt fyrirtæki, þá er það loforð ekki bindandi fyrir þann mann, ef telja verður, þegar litið er til allra atvika, að skuldbinding þessi sé víðtækari en nauðsynlegt er til þess að vama samkeppni. Sama gildir, ef loforðið skerðir með ósanngjörnum hætti atvinnufrelsi þess manns, sem tókst þessa skyldu á herðar. Við mat á hinu síðastnefnda atriði skal einnig hafa hliðsjón af því, hverju það varðar rétthafann, að þessi skuldbinding sé haldin. I 2. mgr. 37. gr. smnl. er nánar fjallað um það tilvik, þegar starfsmaður við verslun eða annað fyrirtæki hefur tekið á sig slíka skuldbindingu, sem greinir í 1. mgr. 37. gr., gagnvart þeim sem fyrirtækið rekur, og skuldbindingin á að gilda eftir að ráðningu hans við fyrirtækið er lokið. Segir þar, að skuldbindingin sé ógild, ef honum er sagt upp stöðunni eða vikið úr henni, án þess að hann hafi sjálfur gefið nægilega ástæðu til þess, eða ef hann sjálfur fer löglega úr stöðunni sakir þess, að sá, sem fyrirtækið rekur, vanefnir skyldur sínar við hann. Sjá til athugunar úr gildistíð eldri laga H 1939 367 (Saumakonan).60 5.3 Verksamningar I samræmi við almennar reglur getur verkkaupi fengið dóm fyrir því, að verktaki leysi verk sitt af hendi. Hefji verktaki ekki framkvæmdir á umsömdum tíma, stöðvi hann verk sitt án nægrar ástæðu eða skili hann því ekki á réttum tíma, getur verkkaupi fengið dóm um efndir in natura, og er í dómi unnt að tiltaka ákveðinn frest í því sambandi að viðlögðum dagsektum.61 Undantekningu frá þeirri reglu, að verkkaupi geti fengið verktaka dæmdan til efnda in natura, verður að gera, ef um er að ræða verk, sem er mjög persónulegs eðlis. Hér má sem dæmi nefna sérfræðilega ráðgjafarþjónustu, gerð listrænna verka og þess háttar. I slíkum tilvikum hefur verktakinn að jafnaði meira frelsi en almennt gerist varðandi lausnir vinnu sinnar, og meiri faglegar kröfur eru gerðar til listrænna hæfileika hans og faglegs smekks. Þegar svo hagar til eru mun minni líkur til, að unnt sé að fá verkið unnið í andstöðu við vilja verktakans. Því gilda hér svipaðar reglur og um vinnusamninga, þ.e. beinum efndaþving- unum verður ekki beitt. Það verður t.d. ekki felldur dómur yfir arkitekt eða verk- fræðingi um að inna af hendi umsamið verk, og heldur ekki yfir lögfræðingi um að ljúka meðferð tiltekins máls, sem hann hefur tekið að sér, þótt slíkir aðilar geti að sjálfsögðu orðið bótaskyldir vegna vanefnda á samningsskuldbindingum sínum.62 60 Bernhard Gomard: Obligationsret Almene emner, 1. hæfte. Naturalopfyldelse, bls. 57. 61 Sjá nánar Páll Sigurðsson: Verksamningar. Reykjavík 1991, bls. 146. 62 Sjá Bernhard Gomard: Obligationsret Almene emner, 1. hæfte. Naturalopfyldelse, bls. 56, og sami höfundur: Obligationsret 2. del, bls. 64. 325
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.