Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 126

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 126
ingum þrátt fyrir að báðir greiddu jafnt í atvinnuleysisbótasjóð.39 Löggjafinn brást við dóminum með því að setja ný lög sem gerðu útlendingum og austur- rískum ríkisborgurum jafnhátt undir höfði. Dómurinn féll í september 1996 en nýju lögin áttu ekki að taka gildi fyrr en 1. janúar árið 2000. Þetta hefði þýtt að austurrísk yfirvöld hefðu verið bundin við það í rúm þrjú ár að mismuna at- vinnnulausum útlendingum með ólögmætum hætti. Stjórnskipunardómstóll Austurríkis tók málið upp á sína arma og dæmdi gömlu lögin ógild á sama grundvelli og mannréttindadómstóllinn og þvingaði þar með löggjafann til flýta gildistöku laganna til 1. apríl 1998. Mál Gaygusuz sýnir bæði það að erfitt ástand getur skapast á meðan beðið er eftir nýrri löggjöf og að sumir dómstólar eru reiðubúnir til að dæma contra legem í ljósi dóma mannréttindadómstólsins til að tryggja öllum á yfirráðasvæði þeirra grundvallarmannréttindi og frelsi. Annað vandamál varðar beitingu laganna. Er víst að ný lög muni breyta hegðan stjórnvalda t.d. þegar kemur að leynilegum aðgerðum á borð við pynt- ingar og ómannúðlega meðferð? I máli Sargi og Yaggi gegn Tyrklandi lokaði ráðherranefndin fullnustuþætti málsins á grundvelli ýmissa laga- og reglugerða- breytinga sem ætlað var að koma í veg fyrir pyntingar í tyrkneskum lögreglu- stöðvum.40 Síðari skýrslur nefndar á vegum Evrópuráðsins sem fjallar um vamir gegn pyntingum sýndu aftur á móti að þessar breytingar væm ekki nægjanlegar.41 Þó að pyntingar væru bannaðar í orði kveðnu var því ekki fylgt eftir í verki. Þegar annað mál sem varðaði ómannúðleg vinnubrögð lögregl- unnar kom til kasta dómstólsins, Erdagöz gegn Tyrklandi, létu tyrknesk yfirvöld sér ekki nægja að styrkja lagarammann heldur sendu að auki stjómsýslulega áminningu til viðkomandi yfirvalda um bann við pyntingum og ómannúðlegri meðferð og hófu, með aðstoð Evrópuráðsins, að þjálfa lögreglumenn í nú- tímalegum yfirheyrsluaðferðum.42 Þetta sýnir að stundum er lagabreytingum fylgt eftir með hagnýtum ráðstöfunum til að koma í veg fyrir frekari brot á mannréttindasáttmálanum. Með svipuðum hætti settu belgísk yfirvöld á stofn sérstakar sjúkradeildir fyrir ungt fólk með alvarleg geðræn vandamál eftir dóm í máli Bouamar gegn Belgíu og takmörkuðu að auki með lögum heimildir til að vista unga afbrotamenn í fangelsum.43 8.3 Breytt dómaframkvæmd Mörg brot á ákvæðum mannréttindasáttmálans má rekja til þess að dómstólar beita landslögum þannig að það samrýmist ekki þeim réttindum og frelsi sem sáttmálinn tryggir. Oft er að verki opin eða óskýr löggjöf sem veitir dómstólum mikið rúm til túlkunar, s.s. ákvæði um að réttarhöld skuli haldin fyrir opnum dyrum þegar „á því er þörf ‘ eða að hægt sé að skylda fréttamenn til að koma 39 Dómur 16. september 1996 og ályktun ráðherranefndarinnar DH (98) 372. 40 Sjá ályktun ráðherranefndarinnar DH (95) 99. 41 Hægt er að sjá þær skýrslur sem heimilaðar hafa verið til birtingar á www.cpt.coe.int. 42 Alit mannréttindanefndarinnar 8. aprfl 1993 og ályktun ráðherranefndarinnar DH (96) 17. 43 Dómur mannréttindadómstólsins 29. febrúar 1988 og ályktun ráðherranefndarinnar DH (95) 16. 382
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.