Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 83

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 83
og yrði þess í stað að segja samningi upp með hæfilegum fyrirvara. Hér má e.t.v. hafa hliðsjón af ákvæðum 62. gr. hsll., enda er það tæpast sanngjöm niður- staða að viðurkenna rétt leigusala til að krefja um leigu út allan uppsagnar- tímann, án tillits til þess, hvort hægt er að finna annan leigjanda og þannig draga úr tjóni leigutaka. Einnig má benda á samfélagsleg sjónarmið, þ.e. betri nýtingu hins leigða.83 Sömu reglur gilda að meginstefnu til um leigu á fasteignum, lausafé og skipum.84 7.6 Kaupsamningar 7.6.1 Úrræði seljanda, þegar kaupandi neitar að veita söluhlut viðtöku Þótt kaupsamningar hafi um margt samstöðu með þeim samningum, sem nefndir voru hér að framan, gildir önnur regla um þá að þessu leyti. Samkvæmt a-lið 50. gr. kpl. er kaupanda skylt að stuðla að því fyrir sitt leyti, eftir því sem sanngjarnt er að ætlast til af honum, að seljandi geti efnt skyldur sínar og samkvæmt b-lið 50. gr. að taka við hlutnum með því að sækja hann eða veita honum viðtöku. Skylda kaupandans samkvæmt b-lið gengur fyrst og fremst út á að fullnægja því, sem er tilgangur seljandans með sölunni, þ.e. að losna frá hlutnum. í 51. gr. kpl. kemur fram, að greiði kaupandi ekki kaupverðið eða hann fullnægir ekki öðrum skyldum sínum samkvæmt samningnum eða lögunum, og það verður hvorki rakið til seljanda né atvika sem hann varða, getur seljandinn krafist efnda, riftunar og skaðabóta í samræmi við ákvæði VII. kafla. Hann getur einnig haldið eftir greiðslum skv. 10. gr. og krafist vaxta skv. 71. gr. Sinni kaupandi ekki þeirri skyldu sinni að veita söluhlut viðtöku, og það verður hvorki rakið til seljanda né atvika, sem hann varða, gilda ákvæði 55. gr., 2. mgr. 57. gr. og 58. gr. Réttur seljanda til skaðabóta og vaxta fellur ekki brott þótt hann neyti annarra úrræða eða við það, að slfk úrræði verði ekki höfð uppi.85 Það segir sig sjálft, að seljandi getur ekki samtímis rift kaupum og krafist efnda, en að öðru leyti útiloka mismunandi vanefndaúrræði ekki fyrirvaralaust beit- 83 Bernhartl Gomard: Obligationsret Almene emner, 1. hæfte. Naturalopfyldelse, bls. 33, og sami höfundur: Obligationsret 2. del, bls. 57. Þar er það orðað svo, að í eftirgreindum tilvikum skuli leigusali, ef þess er kostur, endurleigja húsnæði, og til frádráttar leigubótum skuli koma þær leigu- tekjur, sem hann þannig vinnur inn: þegar leigutaki, sem sagt er upp eða segir sjálfur upp, flytur úr leiguhúsnæði, áður en uppsagnarfrestur er liðinn; þegar leigjandi flytur eftir að leigusali hefur rift; þegar leigutaki, sem hverfur frá leigumála, flytur út án þess að segja leigunni upp. 84 Bernhard Gomard: Obligationsret Almene emner, 1. hæfte. Naturalopfyldelse, bls. 34. 85 Ákvæðið svarar til 61. gr. Sþ-samningsins. í eldri lögum, nr. 39/1922, var ekki sambærilegt ákvæði. Ákvæði 1. mgr. 51. gr. gefur yfirlit um heimildir seljanda vegna vanefnda af hálfu kaupanda. Ákvæðið er byggt upp á sama hátt og hefur sama hlutverk og 1. mgr. 22. gr. (greiðsludráttur af hálfu seljanda) og 1. mgr. 30. gr. (galli á söluhlut). Skyldur kaupanda skv. VI. kafla eru greiðsla kaupverðsins (48. og 49. gr.), atbeini að efndum (a-liður 50. gr.) og að veita hlut viðtöku (b-liður 50. gr.). Til viðbótar þessu geta hvílt aðrar skyldur á kaupanda samkvæmt samningi eða samkvæmt kpl., t.d. skv. IX. kafla. 339
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.