Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 66

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 66
aðeins orðið, að seljandi hafi haft þá skyldu til að efna kaupin skv. 23. gr., en hann látið það hjá líða. Samkvæmt þessu á ákvæðið því aðeins við, að hindr- un sé tímabundin en ekki varanleg.54 4.5.9 Óbeint tjón Með 4. mgr. 27. gr. kpl. er gildissvið málsgreinanna á undan þrengt. Akvæði 1.-3. mgr. 27. gr. nær þannig ekki til óbeins tjóns, en það hugtak er skýrt í 2. mgr. 67. gr. Stjórnunarábyrgðin gildir því aðeins um beint tjón. Það leiðir af 2. málsl. 4. mgr., að stjórnunarábyrgðin gildir almennt í alþjóðlegum kaupum, bæði varðandi beint og óbeint tjón, sbr. ákvæði 79. gr. Sþ-samn- ingsins. Af 1. mgr. 67. gr., sbr. einnig 74. gr. Sþ-samningsins, leiðir þó, að viss takmörk eru fyrir því, hvaða tjón verður bætt. Ákvæði 4. mgr. 27. gr. eru ekki hugsuð sem nein rýmkun á þessu. Því er til öryggis vísað í 3. mgr. 70. gr. til að tryggja slíkan skilning.55 4.5.10 Áhrif mistaka eða vanrækslu af hálfu seljanda I 5. mgr. 27. gr. kpl. er því slegið föstu, að kaupandi geti ávallt krafist skaðabóta, ef greiðsludrátt eða tjón má rekja til mistaka eða vanrækslu af hálfu seljanda. Skiptir ekki máli, hvort um er að ræða beint eða óbeint tjón. Orðasambandið „af hálfu seljanda" vísar til þess, að hann beri ekki aðeins ábyrgð á eigin mistökum og vanrækslu, heldur einnig á starfsmönnum sínum og sjálfstæðum verktökum, sem hann hefur notað til að efna samninginn. Þess vegna getur seljandi orðið ábyrgur fyrir vanrækslu undirverktaka eða flytjanda. Mistök eða vanræksla geta legið fyrir þegar á þeim tíma, sem samningur var gerður, t.d. ef þá þegar var ljóst, að efndir myndu valda vandkvæðum fyrir seljanda. Sama getur einnig átt við um val á aðila til að aðstoða við að efna samninginn. Enn fremur geta mistök eða vanræksla átt sér stað við sjálfar efndirnar, t.d. falist í skertu eftirliti með framleiðslu eða vanrækslu við að undirbúa flutning. Mistök eða vanræksla geta einnig átt sér stað eftir afhendingu, t.d. við efndir á viðbótarskyldum. Það kann að vera álitamál, að hvaða marki má telja fjárskort til mistaka eða vanrækslu. Aðalreglan um bótaskyldu í samningum leiðir til þess, að skortur á fjármagni leysir ekki undan bótaskyldu. Ef seljandi getur ekki greitt það, sem til þarf til að fullnægja samningi vegna fjárskorts, eða vegna þess að hann hefur ekki lánstraust, verður hann bótaskyldur vegna þess tjóns, sem kaupandi beið í tilefni þeirrar seinkunar, er varð á afhendingu. Ákvæðið felur ekki í sér neina reglu um sönnunarbyrði. Álitamál varðandi sönnunarbyrði verða því leyst út frá almennum réttarreglum um sönnun. Kpl. fela ekki í sér neina sérstaka vísbendingu í því efni. 54 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 92. 55 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 92. 322
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.