Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 90

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 90
Sala má í fyrsta lagi fara fram, ef umönnunaraðili getur ekki annast um hlutinn án þess að baka sér verulegan kostnað. Þar sem 75. gr. veitir rétt til skaðabóta vegna hæfilegs kostnaðar við umönnun, er það fyrst og fremst kostn- aður, sem aðili hefur þurft að leggja út fyrir, sem getur verið íþyngjandi fyrir umönnunaraðilann. I öðru lagi er heimilt að selja söluhlut, ef gagnaðili dregur það óhæfilega lengi að taka við hlutnum. Við mat á því, hvað telst óhæfilegt í þessum efnum, hefur tímalengdin sjálf þýðingu. Eðli söluhlutar og hver umönnunaraðilinn er getur einnig haft þýðingu. Sá, sem hefur verslun og viðskipti að atvinnu, má reikna með því, að endrum og sinnum þurfi að annast um söluhluti vegna vanefnda viðsemjanda, og slíkur aðili er yfirleitt að ákveðnu marki fær um að varðveita sérhæfðar og viðkvæmar vörur. Sama gildir á hinn bóginn ekki um venjulegan neytanda án þess að annað og meira komi til. Þótt gagnaðili endur- greiði kostnað við umönnun, getur umönnunaraðili samt sem áður þurft að binda fé í langan tíma vegna umönnunarinnar, sem þá fer að taka á sig einkenni lánsviðskipta og ekki er sanngjamt að hann þurfi að hlíta. Undan slíku getur umönnunaraðili þá losnað með því að selja hlutinn. Umönnunaraðili getur í þriðja lagi selt hlutinn, ef gagnaðili dregur það óhæfilega lengi að greiða kaupverðið. Dráttur á greiðslu kaupverðsins er sjálf- sagt aðeins raunhæfur, þegar það er seljandinn, sem annast um hlutinn. Selj- andinn mundi að öllu jöfnu í slíkum tilvikum geta varið hagsmuni sína með því að rifta kaupunum, en hann getur þess í stað ákveðið að halda fast við kaup og selja söluhlutinn skv. 76. gr. Umönnunaraðili getur í fjórða lagi selt hlutinn, ef gagnaðili dregur óhæfi- lega lengi að greiða geymslukostnað. Skilyrði þetta viðvrkjandi geymslukostn- aði er nátengt fyrsta skilyrðinu. Andstætt því, sem gilti skv. 34. gr. eldri laga, er sú skylda ekki lögð á um- önnunaraðila, að hann skori á gagnaðila að taka hlutinn í sínar vörslur. En hafi sl£k áskorun verið gefin, getur það haft þýðingu við mat á því, hvort gagnaðili hafi dregið það óeðlilega lengi að taka hlutinn í sínar vörslur. 1.6.63 Skylda samningsaðila til sölu Samkvæmt 2. mgr. 76. gr. er umönnunaraðila við vissar aðstæður skylt að selja söluhlutinn. Það er í fyrsta lagi, ef hætt er við að hlutur eyðileggist fljótt eða rými. Slíkt getur t.d. verið tilfellið, þegar um sölu á ferskvörum er að ræða. Ef kaupandinn vill ekki veita viðtöku sendingu af tómötum, verður seljandinn að reyna að selja tómatana öðrum, áður en sendingin eyðileggst. í öðru lagi er skylt að selja hlutinn, ef hætt er við að kostnaður við geymslu hans verði óhæfi- lega mikilk Hvað telst hæfilegt í þessum efnum, ræðst einkum af tegund hlut- arins, verðgildi hans og ástandi annars vegar, og hins vegar þeim tíma, sem umönnunin varir. í því sambandi þarf að meta, hvort kostnaðurinn stendur í eðlilegu samhengi við verðmæti söluhlutarins. Misvægi á milli kostnaðarins og verðmætis hlutarins getur hæglega komið upp, ef verulega langur tími líður, 346
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.