Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 73

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 73
Ljóst er af orðum ákvæðisins, að það gildir einnig í neytendakaupum. Ekki er ástæða til þess að gera undantekningu að þessu leyti varðandi þau kaup, því að það sjónarmið að halda beri gerða samninga hefur þar einnig mikla þýðingu. Hins vegar leiðir það af eðli neytendakaupa, að oft má líta svo á, að seljandi hafi þar samþykkt rýmri afpöntunarrétt. Eins og áður segir þarf seljandi ekki að sætta sig við afpöntun, ef stöðvun hefur í för með sér verulegt óhagræði fyrir hann eða hættu á því, að hann fái ekki bætt það tjón, sem afpöntun hefur í för með sér. Það síðarnefnda getur t.d. átt við, ef kaupandinn stendur fjárhagslega höllum fæti og einnig þegar verðmæti hlutarins er lítið sem ekkert í því ástandi, sem hann er, en líkur eru til að verðmætið aukist eftir því sem verkinu vindur fram. I lokamálslið 2. mgr. ræðir um skaðabætur til handa seljanda, ef hann getur ekki haldið fast við kaupin. Rökin fyrir þessari reglu eru þau, að afpöntunarrétturinn felur í sér frávik frá þeirri meginreglu, að gerða samn- inga beri að halda. Af þeim sökum er eðlilegt, að seljandi eigi rétt á bótum. Kaupandi verður því að greiða bætur í samræmi við þær almennu reglur sem notaðar eru við mat á fjárhæð skaðabóta í X. kafla laganna.71 6.3.3 Missir réttar til að krefjast efnda vegna tómlætis seljanda Hafi hlutur enn ekki verið afhentur glatar seljandi rétti sínum til þess að krefjast efnda, ef hann bíður óhæfilega lengi með að setja fram slíka kröfu, sbr. 3. mgr. 52. gr. kpl. Af ákvæðum 3. mgr. leiðir, að hún gildir aðeins, þegar hlutur hefur ekki verið afhentur, þ.e. í þeim tilvikum þegar endurgjaldið hefur verið greitt fyrir fram að öllu leyti eða nokkru. Eftir að hlutur hefur verið afhentur á 3. mgr. hins vegar ekki við. Rökin eru þau, að með afhend- ingu kemur fram skýr viljayfirlýsing um það af hálfu seljanda, að hann vænti efnda af hálfu kaupanda.72 6.4 Réttur til afpöntunar í þjónustukaupum 6.4.1 Inntak réttarins - Heimild neytanda til að afpanta í VIII. kafla laga nr. 42/2000 um þjónustukaup (þjkpl.) er fjallað um rétt neytanda til að afpanta verk. í 35. gr. laganna kemur fram, að neytanda er heimilt að afpanta þjónustu, sem hann hefur óskað eftir, og jafnframt óska eftir að frekari vinnu verði hætt, þótt verk sé hafið. Samkvæmt þessu getur neytandi ætíð afpantað verk með þeim réttaráhrifum, að seljandi getur ekki krafist efnda eftir aðalefni samningsins, en afpöntun verks hefur þó áhrif á fjárhagslegt uppgjör á milli aðilanna, sbr. 36. gr. þjkpl. Neytandi þarf ekki að tilgreina ástæðuna fyrir afpöntun verks, og engar sérstakar formkröfur eru gerðar til afpöntunar. Getur hún því hvort heldur sem 71 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 129-130. 72 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 130. 329
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.