Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 51
dæmdar skaðabætur. í öðrum tilvikum getur hin fjárhagslega niðurstaða orðið mismunandi eftir því, hvort krafist er efnda in natura eða efndabóta. Hugsanlegt er, að það verði þyngri byrði fyrir skuldara að efna in natura heldur en að bæta kröfuhafa fjárhagslega hagsmuni af því að hafa ekki móttekið umsamda greiðslu. Þegar efndir in natura eru í sjálfu sér mögulegar, en einungis með miklum aukakostnaði og fómum fyrir skuldara, vaknar sú spuming, hvort skuldari sé í öllum tilvikum skyldur til þess að taka slíkt á sig, jafnvel þótt hann sé ábyrgur samkvæmt almennum reglum og því skyldur til að yfirvinna hindmnina? Talið hefur verið, þótt skilyrðum efnda in natura sé fullnægt í tilteknu tilviki, eigi kröfuhafi samt sem áður ekki alltaf rétt á efndum með þeim hætti, heldur verði að sætta sig við efndabætur í staðinn. Hefur einkum verið talin ástæða til að hafna efndum eftir aðalefni samnings, ef þær hafa í för með sér slíkt óhagræði eða kostnað fyrir skuldara, að það væri í verulegu ósamræmi við hagsmuni kröfuhafa af efndum.27 Krafa um efndir in natura er oft sett fram í formi kröfu um úrbætur, t.d. á leiguhúsnæði, söluhlut, verki o.s.frv., sbr. kaflar 1.2 og 9. Þegar svo hagar til, getur heimild kröfuhafa til þess að krefjast efnda in natura takmarkast af þeim sjónarmiðum, sem hér voru rakin, þ.e. þegar vemlegur munur er á þeim kostnaði, sem annars vegar fylgir efndum in natura og hins vegar greiðslu skaðabóta.28 4.2 Viðmiðunarsjónarmið Ljóst má vera, að til þess að svo geti orðið, þ.e. að kröfuhafi þurfi að láta sér nægja skaðabætur í stað efnda in natura, þarf ósamræmið í fjárhagslegri niður- stöðu þessara tveggja leiða að vera mjög mikið. Sem dæmi um aðstæður, þar sem efndir in natura og efndabætur hafa ólíka fjárhagslega niðurstöðu í för með sér, má nefna það, þegar smíði vélar reynist miklu dýrari og erfiðari vegna tækniörðugleika, heldur en í upphafi var gert ráð fyrir, eða þegar smíði húss reynist erfiðari vegna þess, að jarðvegur er miklu dýpri heldur en gert var ráð fyrir. Þá getur vanheimild og komið í veg fyrir réttar efndir.29 Atvik sem þessi geta leitt til þess, að efndir in natura verða illmögulegar. Sjá einnig H 1971 1004 (Grímshagi). Annað dæmi um tilvik, þar sem til greina gæti komið að dæma efndabætur í stað efnda in natura vegna sérstakra efndahindrana, sem erfitt er að yfirstíga, er það, þegar verksmiðja, sem framleitt hefur ákveðna vörutegund, hættir þeirri framleiðslu og selur afgangsvörumar. í ljós kemur, að verksmiðjan hefur selt of mikið af vömnni, þ.e. hún á ekki nóg til fullra efnda á öllum þeim samningum, sem gerðir hafa verið. Á þá að skylda verksmiðjuna til efnda in natura, þ.e. yrði 27 Henry Ussing: Obligationsretten Alm. Del, bls. 69; Bernhard Gomard: Obligationsret Aimene emner, 1. hæfte. Naturalopfyldelse, bls. 42, og sami höfundur: Obligationsret 2. del, bls. 59-61; Viðar Már Matthíasson: Fasteignakaup Helstu réttarreglur, bls. 179. 28 Bernhard Gomard: Obligationsret 2. del, bls. 60-61. 29 Bernhard Gomard: Obligationsret Almene emner, 1. hæfte. Naturalopfyldelse, bls. 40-41. 307
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.