Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 133

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 133
hún hefði ekki lögsögu til að skoða málið og gæti ekki tekið að sér umsjón með fullnustu á dómum mannréttindadómstólsins með neinum hætti. Þetta álitaefni kom einnig til kasta mannréttindadómstólsins í máli Olsson nr. 2 gegn Svíþjóð þar sem niðurstaðan var ekki eins afgerandi.63 Þar var því haldið fram að þrátt fyrir að fyrri dómur í máli Olsson gegn sænskum stjórnvöldum (vegna brots á 8. gr. sáttmálans sem fólst í því hafa komið bömum Olssons hjónanna fyrir á fjarlægum fósturheimilum sem kom í veg fyrir að fjölskyldan gæti sameinast) hefði verið Olsson í hag hefðu sænsk yfirvöld haldið áfram að koma í veg fyrir að fjölskyldan gæti sameinast.64 I stað þess að taka afstöðu mannréttinda- nefndarinnar og víkja kröfunni alfarið frá sagði dómstóllinn að fullnusta á dómi í máli Olsson nr. 1 væri ekki sjálfstætt álitamál fyrst að Olsson nr. 2 varðaði nýjar aðstæður sem til hefðu orðið eftir að dómur hefði fallið í fyrra máli Olssons. Af þessu má ráða að framkvæmd á 46. gr. sáttmálans per se sé ein- göngu hlutverk ráðherranefndarinnar. Þegar á hinn bóginn er um að ræða að- stæður sem eru óbreyttar eftir að dómur var fullnustaður, samanber mál sem varða umgengni foreldra við börn, þá muni dómstóllinn skoða hvort nýju aðstæðurnar varði brot á sáttmálanum án þess að taka afstöðu til þess hvort að fyrri dómurinn hafi verið fullnustaður. Einnig er rétt að geta nokkuð sérstæðrar framkvæmdar sem hefur skapast í þeim málum þar sem dómstóllinn bíður með að ákvarða bætur skv. 41. gr. sáttmálans hafi rrki uppi áform um að bæta stöðu tjónþola, t.d. með því að endurupptaka refsidóm sem felldur hefur verið í ósanngjörnum réttarhöldum. I slíkum tilfellum fellir dómstóllinn tvo dóma. I fyrri dóminum er tekið fyrir brot á ákvæðum mannréttindasáttmálans og í seinni dóminum eru ákvarðaðar bætur handa tjónþola með tilliti til þeirra ráðstafana sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að rétta hlut hans.65 Þessi aðferð dómstólsins getur verið ríki hvati til þess að rétta hlut þolanda mannréttindabrots og heimilar dómstólnum um leið að dæma honum bætur fyrir raunverulegt tjón. 9.5 Úrræði ráðherranefndarinnar I 8. og 3. gr. stofnsáttmála Evrópuráðsins er heimild til að víkja úr Evrópu- ráðinu ríki sem brýtur stórlega á mannréttindum eða mannfrelsi. Þó það sé fjarlægur möguleiki að ríki sé vikið úr ráðinu fyrir að fullnusta ekki dóm mannréttindadómstólsins er það möguleiki sem hefur komið til alvarlegrar 63 Sjá dóm mannréttindadómstólsins 27. nóvember 1992. 64 Sjá dóm mannréttindadómstólsins 24. mars 1988. 65 Sjá t.d. dóma mannréttindadómstólsins í málum De Cubber gegn Belgíu, dómar 26. október 1984 (efnisdómur) og 14. september 1987 (ákvörðun um bætur), Barbera, Messegue og Jabardo gegn Spáni, dómar 6. desember 1988 (efnisdómur) og 13. júní 1994 (ákvörðun um bætur) og Schuler-Zgraggen gegn Sviss, dómar 24. júní 1993 (efnisdómur) og 31. janúar 1995 (ákvörðun um bætur). 389
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.