Helgafell - 01.04.1943, Page 99

Helgafell - 01.04.1943, Page 99
MERGURINN MÁLSINS 235 kirkjan skilin frá ríkinu og skólunum, „til þess að tryggja þegnunum skoðanafrclsi". í 135. gr. stjórnarskrárinnar er ákveðið, að engar hömlur megi leggja á kosningarétt þegnanna eða rétt þeirra til þess að gegna embxttum vegna trúar þeirra . . . Árið 1937 voru í Ráðstjórnarríkjun- um hér um bil 100,000 prestar, samkvæmt upp- lýsingum frá forseta Guðleysingjasambandsins. Grísk-kaþólska kirkjan í Rússlandi styður stjórnina með oddi og egg í þessari styrjöld. Yfirmaður hennar hefur skírskotað til kristinna manna utan Rússlands og skorað á þá að láta ekki „áróður fasista“ villa sig og trúa ekki „ósannindum þeirra" um ofsóknir gegn kirkj- unni síðustu árin. Nýlega gáfu æðstu prestar þcirrar kirkju út bók um trúmálaástandið í landinu, og var tilgangurinn sá að veita sem nánastar upplýsingar um þessi mál. Á því er enginn vafi, að innan „flokksins" er mikil andúð gegn trúarbrögðunum, þrátt fyrir þessi ákvæði stjórnarskrárinnar. Þegar ég var í Moskvu, komst ég að því eftir áreiðan- legum heimildum, að það var vegna atfylgis Stalins, sem ákvæðin voru samþykkt. Er þaS ásetningur Rússa aS knýja fram heimsbyltingu? Það tel ég ekki vera. Þegar fimm ára áætlun Stalins var gerð, var með öllu gengið fram hjá heimsbyltingaráformum Trotskys, og var það eitt af því, sem Trotskysinnar töldu ,,svik“ við byltinguna . . . Mundu Rússar beita byltingarstarfsemi í þágu rússneskrar þjóSernisstefnu, þótt þeir hafi ekki hug á aS koma af stað heims- byltingu byltingarinnar vegna? Mundu þeir til dæmis stySja kommúnistabyltingar í Evrópu? ESa í Asíu? Þetta hefur Göbbels og aðrir áróðursmenn nazista predikað af miklu kappi og þrautseigju, bæði innan Þýzkalands og utan. Ákveðnar munnlegar fullyrðingar Stalíns, skuldbinding- arnar í sameiginlegri yfirlýsingu sameinuðu þjóðanna og samningurinn við England hafa að fullu og öllu gengið milli bols og höfuðs a þessari grýlu Hitlers, sem hann árum saman hefur í örvæntingu sinni veifað framan í Evrópuþjóðirnar, en árangurslaust. Ráðstjórnar- ríkin eru öfundsverð af því orði, sem af þeim fcr fyrir það, hve vel þau halda skuldbind- ingar sínar. Rússar munu ekki stuðla að mis- klíð í innanríkismálum annarra þjóða, nema hernaðarnauðsyn krefji. HvaS teljiS þér sennilegt, aS Rússar gangi langt i landakröfum s'tnum? Það væri eðlilegt, að þeir krefðust þess, sem hver önnur þjóð mundi krefjast, ef svipað stæði á. Fyrst og fremst mundu þeir að sjálfsögðu vilja fá aftur þau lönd, sem tekin voru af þeim eftir síðustu styrjöld. Síðan væri eðlilegt, að þeir krefðust þeirra landsvæða, sem þeir teldu sér nauðsynleg vegna öryggis síns, cf síðar kæmi til árásar af hendi Evrópuríkjanna. Það veltur því að mínu áliti á þeim aðstæð- um, sem verða, þegar friður er saminn, og því, hvaða ástand þeir telja að muni verða í heim- inum eftir friðarsamningana, hve miklar Ianda- kröfur er sennilegt að þeir geri. Það er rétt að hafa það í huga, að baltisku löndin voru öll sniðin af Rússlandi eftir síðasta stríð. Það er einnig staðreynd, að Þýzkaland, sem Rússar eiga nú í styrjöld við, tóku af þeim 1917 og 1918 nærri allt það landflæmi, sem Rússar höfðu unnið í vestri síðan Pétur mikli kom til valda, þar á meðal Ukraínu og Hvíta-Rússland. Það væri ekki ncma eðlilegt, þótt þeir vildu fá þessi lönd aftur, eftir að Þýzkaland hefði verið sigrað. Fimm milljónum Ukraínumanna var breytt í pólska þegna eftir síðasta stríð. Bessarabía, sem Rúmenar tóku af Rússum um þetta leyti, hafði verið rússneskt land í 100 ár. Bandaríkin vildu ekki viðurkenna opinber- lega, að Bessarabía skyldi vera rúmenskt land. Það mætti halda því fram með miklum rétti, að kröfur Rússa til allra þessara landa væru ekki kröfur um Iandaaukningu, og þær mundu ekki koma í bág við Ioforð rússnesku stjóm- arinnar, hvorki í samningnum við Bretland, sem gerður var í júnímánuði 1942, né í hinni sameiginlegu yfirlýsingu sameinuðu þjóðanna, sem gefin var í Washington í janúar 1942. Það mætti halda því fram, að taka þessara landa væri ekki ofbeldi af hendi Rússa, heldur væri aðeins verið að skila þeim aftur því, sem áður hefði verið af þeim tekið með valdi, og þannig væri verið að leiðrétta fyrra misrétá.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.