Helgafell - 01.04.1943, Side 127

Helgafell - 01.04.1943, Side 127
BÓKMENNTIR 263 kjálkans gerir stílinn á þessura stytzta þœtti bókarinnar mildari en hann er á öðrura köflum hennar. Að bókarlestri loknum verður manni þessi kafli hugþekkastur. Að einhverju leyti kann þetta að stafa af því, að síðara efni bókar- innar er að mestu áður kunnugt. — Nokkuð svipað má segja um pistlana frá unglingsárun- um. Þeir hefjast með skemmtilegri frásögn um námsferðina til Hafnar (1898). Ber þar margt nýstárlegt fyrir augu hins unga, greinda og at- hugula námsmanns, er grípur huga hans fang- inn. Þá nemur hann svo hressandi söngva af sænskum farþega, að hann getur síðar á sigl- ingum milli landa læknað Guðmund Magnús- son, læknaprófessor, af sjósóttinni, með því að syngja þá. Ekki minnist ég að hafa lesið á íslenzku frásagnir um náttúruskoðunarferðir (ekskursioner), sem Hafnarháskóli efnir til í sambandi við náttúrufræðinámið, fyrr en ég las ..Grasaferð til Faneyjar og Vestur-Jótlands". Sá pistill er skemmtilegur og yfirleitt hefði ég kosið að heyra meira af ferðum höfundar frá bernsku- og unglingsárunum. Hann gefur í skyn, að fleiri hafi farnar verið en frá er hermt. Eins og að framan er getið, eru pistlarnir frá fullorðinsárunum meginefni bókarinnar, og læt- ur slíkt að líkindum. Ferðir höfundar, sem frá er skýrt, eru allar, beint eða óbeint, farnar f þágu hafrannsóknanna við Island, er dr. Bjarni fékkst við mestan hluta ævi sinnar, ýmist einn eða í nánu samstarfi við danska hafrannsakara. Svo var um ferðina til Bergen 1898 og ferðina til Englands og Danmerkur 1922. Þær voru báðar farnar í þeim aðaltilgangi að fræðast um haf- rannsóknir og ráðgast við erlenda vísindamenn um fiskirannsóknir við ísland. Þriðji þáttur bók- arinnar er því drjúg heimild til sögu íslenzkra hafrannsókna. Á ári hverju, 1924—32 fram- kvæmdi dr. Bjarni fiskirannsóknir um borð í ís- lenzkum togara (Skallagrími) að veiðum. í ferðapistlum sínum skýrir hann rækilega frá störfum skipshafnar, veiðiaðferðum og yfirleitt daglegum gangi lífsins um borð í slíku veiði- skipi. Bókin geymir því margan sögulegan fróð- leik um islenzka togaraveiði þessa tíma. Að þessu leyti tel ég feng í, að pistlunum hefur verið safnað saman á einn stað af þeim tvístr- ingi, sem þeir voru áður á. Dr. Bjarna Sæmundssyni lét vel að skrifa ferðasögur. Honum er víðast létt um stíl, og hann er a'ls staðar glöggskyggn á allt markvert, sem fyrir ber. En hið kómiska fer heldur ekki framhjá honum. Hann hafði þann hátt, að krydda frásögnina fyndni, og kann hann sér stundum tæpast hóf í því efni, samanber t. d. ,,skrýtna“ svipinn á hinum sjóþjáða Eyjólfi (bls. 195). Einnar óþarfa endurtekningar hef ég orðið var í bókinni. Það er lýsingin á Mánáreyjum á bls. 76. Gengur sú aftur á bls. 129. Tvær prent- villur þarf að leiðrétta: á bls. 155, „anotil- krystöllum" fyrir anortit-kristöllum og á bls. 185, ,,Frientális“ fyrir Trientális. Formála að bókinni skrifar mag. sc. Árni Friðriksson. Þar er æviferill þessa merka vis- indamanns rakinn i aðalatriðum og starfa hans getið á mjög greinargóðan hátt. Jóhannes Á skelsson. Norrænn samhugur NORRÆN JÓL II. Ársrit Norræna fé- lagsins 1942. Þegar Nordens Kalender hætti að koma út 1940 sakir ófriðarins, ákvað Norræna félagið hér að gefa út annað rit, sem félagsmenn fengju í stað Kalenderins. Ber rit þetta heitið Norrœn jól. Tilgangur þess er, eins og ritstjóri þess, Guð- laugur Rósinkranz, kemst að orði, ,,að vekja og viðhalda áhuga fyrir norrænu samstarfi, auka þekkingu á háttum og menningu Norðurlanda- þjóðanna, eftir því sem við verður komið í svo litlu riti, og treysta með því vináttuböndin við frændþjóðirnar". Efni tímaritsins er fjölbreytt og er það prýtt fjölda mynda. Stefán Jóh. Stefánsson, fyrrv. ráð- herra, ritar þar eftirtektarverða grein um Banda- lag Norðurjanda. Kemur hann fram með tillögur um það, á hvern hátt norrænt samstarf verði bezt og öruggast endurreist að stríðinu loknu. Gunnar Gunnarsson skáld á þarna bráðskemmti- lega ritgerð um Dani. Dregur hann þar mynd af skapgerð Dana, dönskum hugsunarhætti og þjóðmenningu. Er ritgerð þessi vel til þess fallin að eyða hleypidómum, sem enn eimir eftir af hjá sumum íslendingum í garð þessarar frænd- þjóðar vorrar. Hulda s\áldkona ritar um íslenzka jólasiði. Sigurgeir SigurSsson biskup birtir Ávarp til Norðurlandaþjóðanna og kveðju til Norð- manna, er hann flutti á þjóðhátíðardegi þeirra 17. maí í fyrra. Þá er saga eftir Þóri Bergsson og skýrsla ritstjóra um Norræna félagið og störf þess á árinu. Ymsar aðrar greinar eftir íslenzka höfunda eru í heftinu. Af öðru efni þess má
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.