Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 130

Helgafell - 01.04.1943, Qupperneq 130
266 HELGAFELL Vem ár vem i Norden Forlag Bonniers í Stokkhólmi gaf í fyrra út stóra handbók um helztu menn Norðurlanda, þá sem fremstir eru taldir og mest ber á í hverju landi. Vem ar vem i Norden (Hver er hver á Norðurlöndum). Einnig ísland hefur fengið þar sína deild og hana tiltölulega ríflega; bókin telur um 230 íslenzka menn, en 3000 Dani og álíka marga Norðmenn. Vér eigum ekki einlægt því að heilsa, að Svíar meti land vort þess að telja það með í verkum sínum og ræðum um Norður- lönd, svo að ástæða er til að votta forlaginu þakkir að oss var ekki gleymt að þessu sinni. Undirbúningi verksins hefur verið þannig hagað, að þeim mönnum sem ætlaður hefur verið sess í verkinu hafa verið sendar spurningar. Ef spurningunum var ekki svarað í tæka tíð, var það hlutverk ritstjórnarinnar að afla vitneskju um manninn á annan hátt, og eru þær greinar merktar stjörnu. Hvert land mun hafa haft sinn innlenda ritstjóra, en enginn þeirra er þó nafn- greindur í formálanum nema hinn íslenzki. Kynning þeirra manna út á við sem helzt bera hið íslenzka þjóðféjag uppi, stjórnmál þess, atvinnulíf, listir, bókmenntir og menningu, er eitt hið þarfasta verk, svo sannarlega sem vegur ís- lenzku þjóðarinnar í öðrum löndum er undir því kominn að hún hafi hlutgenga menn á að skipa. Hér var því tækifæri til að gera fslandi mikinn greiða með því að benda á nöfn og verk þeirra manna sem þar hafa helzt lagt fram nytsamleg og merkileg þjóðþrifastörf á einhverju sviði. Bók sú sem hér er um að ræða mun verða notuð um öll Norðurlönd, í lestrar- sölum bókasafna, ritstjórnum blaða og miklu víðar. En allt frá því að hún kom fyrir almennings sjónir hafa heyrzt raddir að ekki væri allt með felldu um hinn fslenzka hluta hennar, og nánari athugun hefur sýnt að misbrestir eru þvílíkir að eigi dugir að slíkt sé látið liggja í þagnargildi. Þessir eru fulltrúar íslenzkrar myndlistar í bók- inni: Gunnlaugur Blöndal, Guðmundur Einars- son frá Miðdal og Ríkharður Jónsson. Alla aðra vantar, þar á meðal Ásgrím Jónsson, Einar Jónsson, Jóhannes Kjarval og Jón Stefánsson. Oss þykir ólíklegt að nokkur kunnugur fáist til að viðurkenna þetta úrval, að hinum fyrstnefndu ólöstuðum. Af tónlistarmönnum gleymir bókin Jóni Leifs. Auðjegð vor á þessu sviði er sízt svo mikil að vér höfum efni á að láta hlutdeild hans ónefnda. Söngmenn íslenzkir eru eftir þessari fræðibók blátt áfram engir til. Hvorki María Markan, Stefán íslendingur né Einar Kristjánsson hafa fundið náð fyrir augum hennar. Þess ber þó að gæta að stjarna íslenzkra söngvara hefur farið hækkandi síðan bókin var f undirbúningi, svo að hér kann að vera nokkur vorkunn. Af rithöfundum fæddum kringum aldamót nefnir bókin Guðmund Hagalín og Kristmann Guðmundsson. Ekki lætur hún heldur undir höfuð leggjast að kynna öðrum þjóðum ritverk Axels Thorsteinssonar, Benjamíns Kristjánsson- ar og Knúts Arngrímssonar. Hins vegar vantar þessa höfunda: Davíð Stefánsson, Halldór Kilj- an Laxness, Halldór Stefánsson, Tómas Guð- mundsson og Þórberg Þórðarson. Hér er með öðrum orðum ekki aðeins hafnað eina skáldi á íslenzka tungu sem athygli hefur vakið erlendis á síðasta áratugi, heldur má heita að allir aðrir sem helzt hafa sett svip á fslenzkar bókmenntir þessa tfmabils, séu skornir niður við trog. Meðal vísindaverka sem unnin hafa verið á íslandi á síðustu árum er eitt sem helzt hefur verið nokkur gaumur gefinn í öðrum löndum. Það er fornritaútgáfan og þær rannsóknir á upptökum íslendingasagna sem þar eru lagðar fram. Aðalmaður þessa verks, annar en Sigurður Nordal, hefur verið dr. Einar Ól. Sveinsson. Vem ar vem i Norden þekkir ekki nafn hans. Aftur á móti eru þeyttir þar lúðrar fyrir sum- um þeim ,,vísindamönnum‘‘ sem meiri gustuk hefði verið vegna sæmdar íslands að hjúpa miskunnarblæjum þagnarinnar. Þá daga þegar þetta greinarkorn er skrifað, hafa blaðamenn víðs vegar um Norðurlönd rekið sig á eitt dæmi um eyður bókarinnar: nýi for- sætisráðherrann Björn Þórðarson er hvergi nefndur þar. Hann hefur þó um mörg ár gegnt embætti sem eitt hefði átt að nægja til að ttyggja honum sæti. Nú hafa verið nefndir nokkrir menn sem vatnar í bókina þó að tæpast sé ofmælt að hvert mannsbarn í voru litla þjóðfélagi viti að þeir eru annað hvort hinir fremstu eða meðal hinna fremstu sem vér eigum til í sfnum grein- um. Engan hefði þangað til í fyrra órað fyrir að tiltök þætti að velja 230 helztu íslendinga án þess að geta þeirra. Hverjir standa þá í bókinni? Auðvitað getur ekki hjá því farið að þar eru margir menn sem allir hljóta að vera sammála um að sjálfsagt var að taka. En þess utan er þar undarlega margt manna sem fáir kunna deili á og litlar líkur eru til að neinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.