Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 25
F erðadagb ók Erindið sem aldrei varð framfylgt Komin til Rómaborgar á júbilárinu 1975 eftir að hafa verið 50 ár á leiðinni, þóttist ég eiga mikilvægt erindi við Pál páfa, santitas, já það hvíldi á mér með höfgi, sem þyngdist því meira sem vonlausara virtist að verkinu yrði framfylgt, varð að martröð þegar öll von var úti, svo ég fergðist og fergðist og mun aldrei ná mér. Hvað var þetta þá sem kom í veg fyrir að ég næði að koma fram erindi mínu? Það var Fjandinn. Því Hans heilagleiki páfinn, hver sem hann er, er skyldugur að setja fram á hverju júbilári spánnýja trúarsetningu, sjálfum sér til ævarandi hróss, söfnuði sínum (sem nú kvað vera kominn upp fyrir hálfan milljarð) til endurvakningar og dáða í líki lifandi holds. Eftir að decret þetta var á þrykk út gengið, eftir að hafa verið út gengið af vörum Hans heilagleika, varð allur söfnuðurinn, þessi hálfi milljarður, og áttatíu milljónir að auki, þvílíkt sem ærður, vitlaus mundi maður segja ef ekki væri verið að reyna að halda í þann vott af kurteisi sem oss er ekki inngefinn, og vildi um ekkert vita nema það hvernig þessi voðalega grýla, sem nú var komin í heitt og lifandi hold, væri í sjón, hvort hann hefði langan hala eða stuttan, kýrhala eða hrosstagl, eða þá tófuskott, hvort heldur hófa eða klaufir í stað nagla, horn út úr krúnu í stað hárs yfir enni, hvort hann væri skrækur eða rámur, drægi seim eða bæri ótt á, og allir spurðu í einu, svo þetta ætlaði að fara að verða eins og þegar við vorum fermd krakkarnir, og áttum að lesa Agsborgartrúarjátninguna öll í einu (ég þagnaði, kunni víst illa), það var meira en að mæla sá kliður. Og svo vildu allir fá að vita hvernig ætti að mæta þessum hættulega manni (?) og hvað að gera ef hann setti upp ljóta grettu, hvort duga mundi að skjóta lausu skoti; nei, ugglaust föstu, sagði herra Páll. Að síðustu held ég Páll þessi hafi verið orðinn svo leiður á þessu spurn- ingavafstri, svo úfinn inni í sér, að hann hafi í huganum sagt fólkinu að fara til Fjandans. Því lengur sem leið og því vonlausara sem virtist um að mér tækist að stynja upp þessari bón við páfann, því hryggari varð ég og því skömm- ustulegri innan í mér að hafa ekki neitt við þessum ólukkans múg með sínu blaðri. Páfinn tók öllum alúðlega að því er mér sýndist (kann vera að mér hafi missýnst), leysti úr öllum spurningunum með aðdáanlegri fimi og miklum lærdómi (hann er lærðari í Fjandanum og öllu hans atferli en nokkur maður annar), en þegar vílið ætlaði að heltaka mig og ég var farin 231
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.