Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 5
Starfsskilyrði skólanna ing á kennslustundum í Noregi, þegar tekin var upp 5 daga skólavika þar fyrir nokkrum árum, mætti hins vegar háværum andmælum af hálfu nem- enda og kennara, þótt þeir yrðu að láta í minni pokann að lokum. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um óheppileg afskipti fjármála- ráðuneytisins af innra starfi skólanna. I lögum er sagt, að menntamálaráðu- neytið sé yfirstjórn menntaskólanna, en í mörgum tilvikum er það í reynd fjármálaráðuneytið. Þegar fjármálaráðuneytið fer að skipta sér af því, hve langar kennslustundirnar séu og hvernig vinnan í skólunum skiptist á milli beinnar kennslu, stjórnunar og annarra starfa, þá eru starfsmenn fjármála- ráðuneytis að fjalla um mál, sem þeir hafa ekki forsendur til að leggja skynsamlegt mat á. Við þetta hafa skólarnir mátt búa um langan tíma. Hér á Islandi þrífst fyrirbæri, sem elcki þekkist í neinu nálægu landi og ef til vill hvergi utan Islands, en það er tvísetning og jafnvel margsetning í skólum. Og það er ekki að ástæðulausu, að aðrar þjóðir forðast þetta fyrir- bæri eins og pestina. Engum dettur í hug að bjóða fullorðnu fólki upp á slíka vinnutilhögun, nema þar sem eðli starfsins kallar á vaktaskipti, svo sem á sjúkrahúsum. Þá er starfsfólkinu bættur upp óþægilegur vinnutími ýmist með styttingu vinnutímans eða hækkun í launum og þykir sjálfsagt. En þegar börn og unglingar eru annars vegar, þykir sömu aðilum ekki ámælisvert þótt vinnutíminn hefjist ekki fyrr en eftir hádegi eða börnin þurfi að mæta í skólann tvisvar eða þrisvar sama dag. I tvísettum skóla geta nemendur og kennarar ekki unnið daglegt starf sitt allt í skólanum, en verða að vinna hluta þess heima, sumir við slæmar aðstæður. Tvísetning torveldar einnig, að kennarar geti undirbúið kennslustundir og dregur úr nýtingu á sérkennslustofum. Endurbætur á námsefni og kennsluháttum eru því ákaflega erfiðar í tvísettum skólum. Helztu rök þeirra, sem hlynnt- ir eru tvísetningu, virðast mér vera þau, að þjóðfélagið hafi ekki efni á að byggja fleiri skóla. Þessi rök verða þó léttvæg, þegar litið er á íburðarmiklar og rúmgóðar bankabyggingar, verzlunarhúsnæði og íbúðarhúsnæði, þar sem ekkert virðist til sparað. Þá er augljóst, að húsnæðisþrengsli skólanna stafa ekki af vanefnum þjóðfélagsins heldur af því að húsakynni fullorðins fólks ganga fyrir. Stefna stjórnvalda varðandi íbúðarhúsnæði landsmanna hefur á undan- förnum áratugum verið sú, að allur þorri fólks eignist sitt eigið húsnæði. Engin löggjöf er á Islandi til verndar hagsmunum leigjenda, eins og tíðkast í nágrannalöndunum. Húsaleiguokur og öryggisleysi leigjenda ýtir því fólki út í að reyna að eignast sitt eigið húsnæði, þrátt fyrir það að lánamöguleikar 211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.