Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 67
kirkjunnar þar sem hann lagði ekki megináherzlu á þá kristnu þungamiðju að kvöl og dauði lausnarans sé forsenda frelsunarinnar í upprisunni. Það hefur þegar komið fram að í kristnum skiln- ingi Dostoéfskís á veröldinni hvílir áherzlan á þeirri opinberun um veröld- ina sem birtist í því að orðið varð hold, Kristur fæddist á jörðunni, og í um- myndun hans á fjallinu; en Dostoéfskí miðar ekki við það sem mönnunum var veitt á Hausaskeljastað. Þrátt fyrir allt verður trú Dostoéfskís á manninum yfirsterkari „afhjúpun“ hans á óskapn- aðinum og daunillum undirdjúpum mannsins. Og í þessu lýsir Páskareynsl- an upp mannhugmyndir hans með geislum sínum, en þessi reynsla er grundvallaratriði sem setur svip sinn á Austrænan réttrúnað í heild og viðhorf rússnesku kirkjunnar til mannlegrar til- veru. Dostoéfski aðhylltist þá fagur- fræðilegu mannhyggju sem svo mjög mótar verk rússnekra hugsuða, en hann fjallaði með nýstárlegum hætti um eðli listrænnar reynslu, og verður vikið að því síðar. Oft er því haldið fram að Dostoéfskí sýndi lítilmótleika mannsins á einstak- lega hörkufullan og grimmdarlegan hátt í orðum Rannsóknadómarans mikla og að þar sé mönnunum lýst sem verum sem ekki megna að bera „byrðar" kristins frelsis. En það hefur gleymzt að orðin: Krismr „ofmat mennina"; „maðurinn var skapaður veikari og lægri en Krismr hélt“ —; að Rannsóknadómarinn mikli segir þessi orð beinlínis til þess að réttlæta það að hann gerir kirkjurækið fólk að þrælum. Þessu vanmati hans hafnar Dostoéfskí, enda þótt Rannsóknadóm- arinn mikli hafi að geyma mjög margar djúpsettar hugleiðingar um vandamál LífsviShorf Dostoéfskís frelsisins. Sú staðreynd að maðurinn fær ekki lifað án Guðs, og að sá mað- ur sem glatar trú sinni gengur sömu leið og Kírilof í Djöflunum ... enda þótt hann gangi ef til vill ekki þessa leið á enda —, þ. e. a. s. snýst til manndýrkunar, gerir manninn sjálfan að guði. Þessi var til endis meginsann- leikurinn um manninn í augum Dosto- éfskís. Hver sá sem hafnar því að Guð hafi gerzt maður til að boða mönnunum ætlunarverk þeirra — að maðurinn sé vera sem finnur lífsfyllingu sína í Drottni —, hver sá hneigist óhjá- kvæmilega að því að gera manninn að guði. 3. Siðferðileg viðhorf Hér var áður lögð á það áherzla að siðfræði skipaði fyrirrúm í hugmynd- um Dostoéfskís um manninn og öllum skilningi hans á manninum. Raunar mótast hugsun hans mjög af tilhneig- ingum til siðaboðunar, og þetta setur svip sinn á siðfræðihugleiðingarnar sem fylla ritverk hans. Strangar sið- ferðilegar skoðanir hans og ástrlðuhit- inn í siðfræðilegri leit hans, sem veita listrænum meginhugmyndum og tákn- um hans slíka dýpt og þunga, eru af- leiðingar þess hve vandamál hins góða og leiðarinnar að því marki ríkm yfir hugsun hans. Dostoéfskí var gersamlega óháður fyrirmyndum annarra í sið- fræðilegri leit sinni, og á þessu sviði urðu áhrif hans á rússneska hugsun sérstaklega mikil. Hver er sá meðal síð- ari kynslóða rússneskra hugsuða sem hefur ekki orðið fyrir gagngerum áhrif- um frá honum? Sem dæmi má nefna að Berdjaéf sagði í bók sinni sem áður var nefnd: „Áhrif Dostoéfskís hafa skipt sköpum í andlegu lífi rnínu." 269
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.