Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 63
eins og hún er frá siðferðilegu sjónar- miði einvörðungu. Aðeins í henni er maðurinn í raun og veru ný, æðri og óviðjafnanleg vera. Að þessu leyti er jafnvel í Minnisgreinum úr undirdjúp- unum að finna guðhelgun mannsins, þannig að hann verður, ef ekki mið- depill veraldar, þá að minnsta kosti mikilvægasta og dýrmætasta fyrirbrigði hennar. Mannfræðihugmyndum rúss- neskra vísindamanna, sem töldu aðferð- ir raunvísinda og læknisfræði fullnægj- andi, og áhangenda þeirra var Dosto- éfskí algerlega frábitinn, en átti helzt samstöðu með Herzen í því að fullyrða ákveðið að mannsandinn væri óháður náttúrunni. Dostoéfskí gerir linnulaust gys að raunvísindalegri mannfræði í Minnisgreinum úr undirdjúpunum. All- ar kenningar hans um manninn eru frá rótum ólíkar þeim yngri kennisetning- um sem að vísu eru á einu máli með honum um áskapað siðleysi mannsins en telja þetta siðleysi eiga rætur í frumstæðu upprunalegu mannlífi. I augum Dostoéfskís er siðleysið sem dylst innra með manninum jafnframt guðhelgun mannsins; það er andlegt fyrirbrigði, ótengt líffræði hans. En því afdráttarlausar sem hann hyllir innsta eðli mannsins, þeim mun miskunnarlausar afhjúpar Dostoéfskí hið örlagaríka misræmi og myrkar hvat- ir mannsandans. I huga Dostoéfskís var óræðasta dul mannlegrar tilveru falin í því að maðurinn er siðferðileg vera sem sífellt og óhjákvæmilega stendur aug- iiti til auglitis við þá örðugu kosti að velja milli góðs og ills, í klípu sem hann getur aldrei skotið sér undan. Sá sem ekki velur hinn góða veginn stefn- ir nauðugur viljugur til hins illa. Það er ekki fordómur Dostoéfskís að maður- inn sé siðferðileg vera eða að í lífi Lífsviðhorf Dostoéfskís hans birtist einhver inngróin siðferðileg tilhneiging, heldur er þetta ályktun hans af eigin athugunum á mönnunum. En hér koma fram þversagnir sem varpa ekki aðeins Ijósi á manninn sem siðferðilega veru að innsta eðli heldur einnig á öll hin flóknu vandamál mannlegrar tilveru. I fyrsta lagi tætir Dostoéfskí sundur í háði yfirborðs- kenndan spakvitringsháttinn í þeim hugmyndum um manninn sem hlutu grunnfærnislegustu túlkun sína í fræði- kenningum nytsemisstefnunnar. I Minnisgreinum úr undirdjúpunum sýn- ir hann með ódauðlegum orðum fram á það að „maðurinn er óforsjál skepna" sem allra sízt hefst að til eigin nytsemi eða gagns. „Hvenær hefur það nokkru sinni gerzt á öllum árþúsundum sögu hans“, spyr Dostoéfskí, „að maðurinn hafi aðhafzt eitthvað einvörðungu vegna gagnsemi?" Hugmyndin um manninn sem skynsama, og þar með vitra, veru er hreinasta firra „vegna þess að manneðlið bregzt við og að- hefst sem heild — ómeðvitað engu síð- ur en vísvitað". „Auðvitað getur það komið fyrir að fýsnir og langanir sam- rímist skynseminni . . ., en mjög oft, og að mesm leyti, eru þær fullkomlega og þrjózkulega andvígar skynseminni." „Mig langar að lifa“, heldur maðurinn úr undirdjúpunum áfram, „til að svala öllum lífsþrótti mínum, ekki aðeins til að fullnægja skynsemi minni einni. Skynsemin fullnægir aðeins vitrænum eiginleikum mannsins, en í fýsn og löngun birtist líf hans allt.“ Það sem manninum er dýrmætast alls er „hans eigin frjálsa löngun, hans eigin duttl- ungar jafnvel þótt fáránlegir séu“. Það sem manninum er dýrmætast og mikil- vægast er „að lifa eftir sinni eigin heimskulegu vild“, og þess vegna „þrá- 265
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.