Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 66
Tímarit Máls og menningar þennan lykil, ráðum ekki við hann. „Við skiljum ekki“, segir Zozíma, „að lifið er (nú þegar) paradís, því að við þurfum ekki annað en að óska þess að skilja þetta og það mun umsvifalaust birtast okkur í allri fegurð sinni.“ At- hyglisverð eru orð Versílofs í Oharðn- aðri cesku sem hann lætur falla um mynd eftir Lorrain, og þau lýsa sama viðhorfi: ljós og sannleikur eru þegar fyrir hendi í veröldinni, en við tökum ekki eftir þeim. „Sælukennd, slík að ég hafði aldrei kennt slíkrar fyrr, gagntók hjarta mitt svo að mig verkjaði undan.“ Þessu hugboði um heilagleikann í manninum er frábærlega lýst í snilldar- verkinu Draumur skoplcgs manns. I drögum að bókinni Djöflarnir eru þess- ar setningar: „Kristur steig niður til jarðar til að sýna mannkyninu að jafnvel í jarð- eðli sínu getur mannsandinn birzt í himneskum ljóma, í holdi og ekki aðeins í draumi eða hugsýn — og að þetta er bæði eðlilegt og kleift." Af þessum orðum sést greinilega að undirstaða kenninga Dostoéfskís stend- ur nær hugmyndum Rousseaus, um gæzkuna í innsta eðli mannsins, heldur en kenningu Kants um „illskuna í manneðlinu". Hins vegar hvílir gagnvirkni þess sem er „eðlilegt og kleift" á trúarlífi sem forsendu, en í því efni er rétt að hafa í huga að í Dagbókum rithöfundar árið 1880 er talað um „dulrænar ræt- ur“ að hvötum mannsins til gæzku. „Gjörvallt lögmál mannlegrar tilveru er það“, segir Stefán Trofímóvitsj í Djöflunum „að maðurinn ætti að tigna eitthvað sem er ómælanlegt í mikil- leika sínum. Hið ómælanlega og óend- anlega cr manninum alveg eins nauð- synlegt og smástjarnan sem hann lifir á.“ Ogæfa mannkynsins er að „hug- myndin um fegurðina hefur óhreink- azt" í manninum. Þess vegna er fegurð- in orðin „óttalegt og skelfilegt fyrir- bæri", „eitthvað dularfullt þar sem djöfullinn glímir við Drottin — og víg- völlurinn er mannshjartað", eins og seg- ir í Karamazof-brceðrunum. Þessi „óhreinkun hugmyndarinnar um feg- urðina" — en vegna hennar ræður djöfullinn yfir þeim manni sem er hrif- inn fegurðarvímu —, hún skýrir hvers vegna menn hafa glatað „hæfileikan- um“ til að valda heilagleikanum sem opinberast hjartanu. Hugmyndir Dostoéfskís um mann- inn grípa niður i neðstu djúp manns- andans og varpa Ijósi á ósigrandi mátt hins siðferðilega eðlis í manninum, en einnig á óhreinkun mannshjartans sem veldur því að beinn vegur til gæzkunn- ar hefur lokazt. Frelsið hefur dregið „banameinið" í sig; það er ódaunn í djúpum sálarinnar sem hefur óhreink- azt af synd, en kraftur gæzkunnar starf- ar áfram í manninum. Aðeins í þján- ingunni og oft í glæpum frelsast mað- urinn af freistingum hins illa og snýr aftur til Guðs. Því segir Aljosja um Zozímu: „Hjarta hans býr yfir dul endurfæðingarinnar sem boðin er öll- um mönnum, kraftinum sem að lokum mun stofnsetja réttlæti á jörðu . . ." Draumar Dostoéfskís um sósíalismann frá yngri árum hans, draumur róman- tíkunnar um að „endurreisa" hið góða í mönnunum eins og Victor Hugo orð- aði það, vöktu fyrir honum alla ævi. Hugmyndir hans standa miðja vega milli hrein-kirkjulegra og veraldlegra kenninga. Skoðanir Dostoéfskís sam- rímdust ekki fyllilega kennisetningum 268
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.