Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 99
kafla er textanum breytt, fellt niður og aukið við á grundvelli atburða sem gerst hafa síðan ritið var samið (262— 263). Höfundur segir, lausleg þýðing mín með hliðsjón af OP: „I Sovétríkj- unum eru menn að reyna að leysa hann (þ.e. vandann) með marxískum aðferð- um, að láta kapítalisma víkja fyrir sósíalisma. í öðrum heimshlutum reyna menn að leysa vandann með því að lappa uppá kapítalismann og reyna (sic!) að hafa einhverja stjórn á hon- um“. Þýðandi breytir þessu og segir í nafni höfundar: „I Sovétríkjunum hófu menn árið 1917 tilraun til að leysa hann með marxískum aðferðum, að láta kapítalisma víkja fyrir sósíalisma. Kín- verjar og fleiri þjóðir hafa fylgt í kjöl- farið, hver með sínum hætti þó. Ann- ars staðar hafa menn reynt að leysa vandann með því að lappa upp á kapí- talismann og reyna að hafa einhverja stjórn á honum.“ Svona gat Huberman ekki komist að orði árið 1936 og við endurútgáfu sá hann ekki ástæðu tilað umrita þetta. Það er allt annað mál þegar þýðandi skýtur inn í textann athugasemdum frá sjálfum sér, setur þær innan sviga og merkir sér þær (t.d. á síðu 92 og a.m.k. sjö öðrum stöðum). Eg tel að þessir íaukar séu yfirleitt til bóta og hefðu raunar mátt vera fleiri og meiri, ef ætl- unin var að gera bókina gjaldgenga. Eg vil nefna dæmi um sérstakiega lofsverð vinnubrögð. Það er notkun á orðasamstæðum um landbúnað: tví- vangsræktun, þrívangsræktun (13) og þaulræktun, þanræktun (49). Ætli þýð- andinn hafi smíðað þær sjálfur? „I upphaflegri útgáfu þessarar bók- ar,“, segir í eftirmála, „er getið allra þeirra rita sem vitnað er til orðrétt. Tal- ið var ástæðulaust að gera það í ís- Umsagnir um btekur lenskri útgáfu því að í flestum til- fellum er um að ræða rit sem ekki eru til á íslensku, mörg eru líklega ekki til á íslandi“. Þannig falla niður tilvitn- anaskrá og heimildalisti; ekki hefur heldur verið talin þörf á atriðisorða- og nafnaskrá. Þetta atferli, að fella nið- ur skrárnar, bendir til þess að útgefend- ur hafi ekki tekið það mjög hátíðlega að þeir væru að gefa út grundvallarrit. Þarf ekki orðum að því að eyða, hve ritið missir mikið af trúverðugleika sín- um við þetta. Fyrir bragðið er útilokað að bera afmörkuð atriði saman við heimildir eða aðra höfunda. Lítt hjálp- ar það uppá sakirnar að þýðandi leitast við að taka nafn ívitnaðs höfundar inní meginmálið og getur þá oft um heiti rits, ýmist á íslensku eða ensku. Regla er nefnilega engin. Dæmi af handahófi um útkomuna: Nefndur er Cannon og haft eftir honum langt mál (231). Eng- inn mundi finna réttan mann í upp- flettibókum, því að hann hét raunveru- lega Edwin Cannan. I því sem haft er eftir Cannan er minnst á Cairnes nokk- urn og lætur þýðandi í té svigagrein um það, hver hann var (OP lætur sín að vísu ógetið þarna). Þá er það lík- lega gleymt að Cairnes var getið í öðru samhengi um 30 blaðsíðum fyrr. Auðvelt er að sannfærast um að próf- arkalestur sé ekki nógu góður á Jarð- neskum eigum; sýnishorn: Nokkur óregla er á svonefndum gæsalöppum, þannig að þær eru ýmist of (200) eða van (80). Stafir falla úr orðum: teure fyrir tenure (16), veðbólga (104). Aðr- ar stafavillur: Diterot fyrir Diderot (147) — var kannske ruglað saman þýskum myndlistarmanni og frönskum heimspekingi? McGulloch fyrir Mc- Culloch (192). Loks eru villur af öðru tagi, eftilvill komu þær ekki allar til 301
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.