Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 27
Ferðadagbók lagi í hrúgöldin, einkum mundi ég gá vel að því hvort þar leyndist nokkuð á íslensku, og mundi ég fá Sigrúnu mína til liðs með mér því hún er lærð í þessháttar fræðum. Kettimir Var ég annars búin að skrifa um kettina þrjá, sem spígsporuðu um skrælþurrt borgarsíkið, teygjandi skrokkana við hvert fótmál í samræmi við byggingu síns lipra líkams? Ekki vesælir, ekki sælir heldur, því þó svo eigi að heita að þeir éti mýs (og til þess eru þeir hafðir), þá er enga mús að hafa í gervallri borginni, allar mýs uppétnar fyrir löngu og það af köttum. I stað þess fá kettirnir gervimúsamat, sem donna nokkur, sem verið hefur mjó, en er hætt að vera það, færir þeim um dyragætt, ekki sérlega veglega, og sullið í skálinni ekki sérlega gott sull, tæpt að það nægi ketti til að þrífast af. Samt er göngulag þessara dýra, sem prýða svo dýraríki jarðarinnar, slíkt sem hæfa mundi prinsessu í álögum, og miklu er merkilegra starf að horfa á svartan kött ganga með göngulagi álaga- prinsessu, en að horfa á það uppsperrtri höku, láréttum augum, hvar Guð er að gera heiminn úr engu, mikilúðlegur eins og hann eigi allt, og megi allt, hnyklandi brýrnar í ofurkappi, já, að sjá svartan rómverskan kött sem búinn er að éta allar mýs borgarinnar fyrir 2000 árum, og að sitja við þessa skoðun á vondum bekk, þar sem engar raðir af fólki ganga hjá, eng- inn sér og skoðar nema ein kristin sál í líki ungs manns, skrýddum svörtu hári og brúnu andliti; og þó að við skiljum ekki mál hans og hann ekki okkar, skal hann kvaddur með handabandi og fyrirbænum. Svona eiga kristnar sálir gott þegar þær mætast eins og skip sem mætast á nóttu, á einum og sama bekk, af þessu tendrast og fegrast gleðin x brjóstinu (ef hún er þá til) og þetta hefði Páli páfa líkað ef hann hefði séð það. Sjáumst aldrei framar. Foro Romano Foro Romano er lítið torg og lítið má það heimsveldi vera í sér sem gat unað svo litlu torgi. Af dýrð þess er ekki annað eftir en brotnar súlur, höfuðlausar marmarastyttur eða höggnar í hæla og iljar niður, hof og hörg- ar sem sýnast aldrei hafa verið annað en hús guðs handa fuglum gegnsæ, ekki ýkja há né breið né löng, af þeim held ég Musteri Venusar hafa haldið 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.