Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 35
Ferðadagbók Þegar þeir fara að heiman ráðnir í vist hjá vínbændum, hveitibænd- um og ýmislega öðruvísi bændum, þá taka feðurnir svo til máls við þá: „Ekki veldur ástleysi þessari brautkvaðningu við þig; meir veldur efna- leysi mitt og fátækt.“ Síðan fer vistráðni pilturinn, en eftir verður í húsinu mikil sorg og armæða. Svo eru aðrir sem engan eiga til að valda honum kvalræði með því að fara, en þeir ráða sig í vist samt. Vinnuharkan er sögð voðaleg. Þeir fá að vinna myrkranna á milli og í myrkrunum allan vistráðningartímann út í gegn, og að honum loknum eru fötin þeirra orðin að svo vondum lörfum að verri larfar hafa aldrei til verið, og leðurskórnir gengnir allt upp að vörpum, vörpin slitin, iljarnar bólgnar og sárar, hörmungin meiri en orð fá lýst. Og svo réttir hann út hönd, þessi skólausi maður, og vill fá kaupið sitt, og hann fær það, kaupið sitt, en það er þá peningur svo lítill, að fyrir hann er engin leið að kaupa einn skó, hvað þá tvo, og meira fær hann ekki hve eymdarlegur sem hann er útlits. Verst að geta ekki komist til Napólí fyrir klæð- og skóleysi, til þess að læra þar að stela kvennaveskjum, hrifsa þau af þeim intetanende; það kvað geta verið ágætur atvinnuvegur. Ekki heldur komist til Rómar, en þar er enn meira af ríkum frúm úr norðri og vestri, sem halda að enginn steli buddu frá sér inni í heilagri kirkju; enginn skyldi vera viss um það. Einu sinni var prestur nokkur kristinn hertekinn af heiðingjum og hafður í barbaríi lengi uns vor allranáðugasta kóngleg majestet leysti hann út með peningum. Maður þessi hét séra Olafur og hann var látinn fara úr vistinni í Barbaríinu í sínum vondu þrældómsflíkum. I þessu varð hann að ganga gegn um löndin, og þegar hann á leið sinni sá hvar París reis af jafn- sléttu með turnum, þá langaði hann ákaflega inn í borgina, því þar vissi hann mest gaman í heimi, en þorði ekki fyrir sitt líf að láta sjá sig þar, af því hvað honum þótti skammarlegur á sér útgangurinn. Svona fer fyrir vinnumönnunum sem ég lýsti áðan, að þegar þeir hafa eytt í það löngu sumri að reyta löngu uppreyttan arfa, blóðugum gómum, blóðugum hjörtum, grátandi augum, því ekkert er nú að reyta þann arfa sem til er hjá því að eiga að reyta það sem ekki hefur verið til síðan Tíberíus keisari lét reyta það upp með öllu. Einu sinni, svo sagði amma mín mér, var flakkari í Reykholtsdal og átti sér skjóðu, og í þeirri skjóðu hélt hann vera tólgarmolann sinn. Og sem hann sest niður og fer að 241 ictmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.