Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 96
Tímarit Máls og menningar henni er fiildi vöru háð því mafini vinnu sem nauðsynlegt er til að fram- leiða hana“. Orðinu hlutfallslega er al- gerlega ofaukið, það var tilbúningur OP, og það breytir vinnugildiskenning- unni í það sem hún hefur aldrei verið. Auk þess er rangt að segja að gildið sé fólgið í vinnunni, enda ekki rökrétt neroa viðurkennt væri mystískt eðli gildisins. (Veláminnst, eðli gildisins! Það kemur fyrir í frumtextanum tveim málsgreinum síðar; í þýðingunni er það orðið að „raunverulegu gildi vöru“). Annað dæmi hjá þýðanda (210): „Verð eða skiptagildi vöru er því fólgið í þeirri vinnu sem liggur í henni“. Höf- undur vildi segja þetta: „Gildið, eða það hlutfall sem vörur skiptast í hver á móti annarri, ákvarðast af því magni vinnu sem líkamnast í vörunum". Hér gerðist þrennt harla afdrifaríkt: Gildið breytt- ist í verð, ákvörðunin tók sér bólfestu í vinnunni, myndin af líkamningunni (slæmt orð! hlutgervingunni?) lagðist niður í vöruna. Auk þess eru minni- háttar skekkjur. Þriðja dæmi: „Gildi vöru ákvarðast af magni félagslegrar vinnu sem nauðsynleg er til framleiðslu hennar". Þetta er útgáfa þýðanda (213), en Huberman segir með Marxi: „Gildi vöru ákvarðast af þeim félagslega nauð- synlega vinnutíma sem fór til fram- leiðslu hennar". Það kostar talsverða fyrirhöfn að komast fyllilega til botns í því, hver mismunurinn er á þessum tveim gerðum, en aðeins önnur er marxismi. Hin er misskilningur. Það er víðar sem þýðandi hættir sér útí túlkanir á texta um leið og hann snýr honum milli tungumála. „Kapítal- ískt hagkerfi byggist á framleiðslu til sölu, vöruframleiðslu", segir hann (213). Höfundurinn notar ekki orðið hagkerfi, heldur einungis kerfi. Það er víðtækara orð en hagkerfi, og ég held eða vona að þessi orðanotkun hans sé ekki tilviljun. Ekki talar höfundurinn um að kerfið „byggist á“ framleiðslu, hcldur að það tengist framleiðslu, fáist við hana. Á þessu er marktækur mun- ur, höfundur hefur víðara sjónarhorn en þýðandi. Því er þó öfugt farið á öðrum stað. Höfundur nefnir „vaxandi eymd fjöldans" (220). Þýðandinn lag- færir þetta með orðalaginu „versnandi kjör alþýðu". Gallinn er bara sá að þetta var ekki hugsun Hubermans. Eg hrökk dálítið við þegar ég las orðið „söguskoðun" hvað eftir annað í íslenska textanum (216—218). Gat það verið að Leo Huberman hafi legið svona flatur fyrir pósitívismanum? Að vísu fetar hann ansi mikið í fótspor Engels, en ég hélt þó hann væri eitt- hvað skárri en þeir sovésku. . . Hér sem víðar varð að leita til frumtextans og þá kom fölsun í ljós. Orðalag einsog „conception of history" kom hvergi fyrir (og að sjálfsögðu ekki sá hroða- legi historíski materíalismi), heldur var í mesta lagi talað um það „hvernig þeir litu á söguna". Yfirleitt var beitt meiri alhæfingum, einsog heimspeki eða kerfi. Tvö dæmi til viðbótar um skáldskap þýðanda í 18da kafla: „Marxískir sagnfræðingar" (218) eru einungis marxistar hjá höfundi. „Rústir" (226) skjóta alltíeinu upp kollinum, en hvergi örlar á þeim í frumtextanum. Hvert skyldi nú vera höfuðritverk Marx? Þýðandi segir: „Auðmagnið (Das Kapital) — gagnrýnin athugun á kapítalískum framleiðsluháttum" (208). Undirtitillinn kom mér eitthvað spánskt fyrir sjónir og ég fletti þessu 298
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.