Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 77
bandalagið og ameríski herinn festur kirfilega í sessi, mátti hávaðinn sín meir en rökföst og heiðarleg viðvörunarorð og andmæli. Hin raunverulega undirrót þessara atburða, hagsmunaleg og stéttar- leg var í fyrstu vendilega dulin, en allt kapp lagt á kaldastríðsáróðurinn sem síðan var kórónaður með stjórnarskrár- brotum og ofbeldi. Á þeim tíma sem síðan er liðinn verður ekki sagt að íhald- ið hafi breytt stafkrók í áróðurslygum sínum, en þess forheimskandi raust hcf- ur í sífellu boðið hugsanaletinni uppá nýjar freistingar sem fella á herðar mönnum réttlætisskrúðann skíra, svo sem aronskuna og önnur ámóta girnileg hliðarskref til móts við hið ástsæla varn- arbandalag. Hávær áróðurslygi á sér hliðstæðu í því þegar þögnin ein eða loðmullulegt þvaður er látið gera útaf við skynsamleg og rökrétt viðbrögð — þar kemur hugs- analetin enn til liðs við afturhaldið. Ég get varla hugsað mér átakanlegra dæmi um þetta en umræðurnar um kjarnorku- vopn á Keflavíkurvelli á þessu ári. Áleitnar og rökum studdar spurníngar voru lagðar fyrir ráðherra og yfirmenn herliðsins um þetta mál, samvizkuspurn- íngar sem geta varðað líf eða dauða. Svörin eru okkur kunn. Yfirmenn á Keflavíkurvelli sögðu að svör væru ekki gefin við slíkum spurníngum, Is- lendíngum kemur semsé ekki við hvort þessum vopnum hefur verið komið fyrir á Islandi, og utanríkisráðherra komst næst nokkurskonar svari með því að segjast ekki hafa trú á að kjarnorku- vopn væru þarna suðurfrá. Púnktur. Einhversstaðar og einhverntíma hefði annað eins og þetta orðið vaki réttlátr- ar reiðiöldu. Hve margir spurðu sjálfa sig, hvað felst eiginlega í því að eiga að heita sjálfstæð þjóð? Er það bara eitt- Tíðarandinn hvert bull? Ég minnist varla ömurlegri þagnar en þeirrar sem féll á þökin að feingnum þessum fölsku dáðleysissvör- um. Það var dúnalogn værðarinnar, ein- hverjir höfðu kannski verið vaktir óþyrmilega af svefni, en þeir gátu hall- að sér á svæfilinn aftur og liðið inn í væran blund — það er allt óvíst um þetta, varnarliðið hvorki játar né neit- ar, og það sem meira er, Einar hefur einga trú á þessu. Þó ber við að þetta fólk lætur illa í svefni. En það er í herfjötri, bókstaflega talað, og þar á meðal margir gagnrýnir menn sem vel vilja. Menn ympra á plág- unum sem yfir gánga og eru raunar ein- úngis staðfesting þess sem stofnað var til forðum: sífelldu og ítrekuðu afsali landsréttinda, svikum og prettum, bófa- félögum og blóðsúthellíngum, og síðan yppta menn öxlum. Sumir hafa uppi hálfkæríng og glott, einn og einn segir þó sveiattan. Allt þetta, og líklega einnig þetta greinarkorn, dregur dám af því sem P. L. Berger segir um suma félagsfræðínga af ýngri kynslóð í Banda- ríkjunum: „Þeir finna hjá sér hvöt til að rýna þjóðfélagið ofan í kjölinn að hætti hinna róttæku, en skortir hins veg- ar sannfæríngu til að aðhyllast róttæka stjórnmálastefnu. Því eiga þeir hvergi athvarf nema hjá nöldurseggjum, í eins konar píslarvættislaunhelgum þar sem hver fullvissar annan um að þetta sé áreiðanlega versti heimur sem til er.“ Það má saka mig og mína líka um svartsýni, en ég bið eingrar afsökunar á henni að sinni. Svartsýni er ekki löstur þegar hún tekur mið af veruleikanum einsog hann blasir við, og oft vísar hún raunar, með vilja þeim og óskum sem að baki búa, til birtunnar sjálfrar og hins ljósa dags. Ég vil til dæmis að fólk hugsi. Einhverjir kunna að segja að til 279
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.