Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 84
límarit Máls og menningar Nútíminn þykist ekki vera mikið upp á tækifæriskvæði kominn og hefur vissulega nokkuð til síns máls, ef mið- að er við öll þau firn af slíkum kveð- skap, sem mistekizt hefur fyrr og síðar. En Þorsteinn leggst glaður á högg- stokkinn í öðrum og fjórða kafla bókar sinnar. Misvel finnst mér honum hafa tekizt þar upp, en fagna því, að hann skuli ekki hafa brugðið vana sínum, því að mörg eru þau ljóð, sem ort hafa verið vegna sérstakra atvika og við vildum nú ekki án vera. Kveikja allra ljóða er í rauninni eitthvert innra eða ytra tilefni, og hvort heldur er, getur ekki skipt meginmáli, heldur ljóðið sjálft, fullort. I kvæði, samnefndu bók- inni, sem stendur fremst í „Minnum", lýsir skáldið þeim skilningi sínum að mál er þjóðar örlög en eigi stál og heillir norna hálfar undir Ijóði. Þetta er góð kenning og einföld, þó að of mörgum gleymist hún of oft, og les- endum Þorsteins Valdimarssonar kem- ur hún ekki á óvart. Af minnum lians eru mér „Yrkjur", „Næturflug", „Teigsbörn" og „Mývatnssveit" minnis- stæðust og af kvæðum um nafngreinda samtiðarmenn sjötugskveðjan til Helga Hjörvar og „Fylgistef með skeifu“, sem ort er til Þórarins Guðnasonar læknis. „Ljóð Fjallkonunnar 1965“ er líka ris- mikið kvæði á köflum, en önnur ljóð þessa flokks þykja mér síðri, þó að ekki gefist rúm til að rökstyðja það. „Friður og stríð“ geymir allmörg og ólík kvæði, en „Leggjaborg", „Orð“, „A dimmum degi“ og „Heilagur Franz og fuglar" virðast mér hafa tekizt einna bezt, ekki sizt tvö hin siðastnefndu, ásaint ljóðinu „Við Mekongósa“. Sú raunsanna, skýra og einfalda mynd, sem þar er sem snöggvast brugðið upp af íriðarbaráttu hins vopnlausa og alls- lausa manns í fjarlægri heimsálfu við stórveldi dauða og tortímingar, er svo óvenju vel gerð og áhrifamikil, að les- andinn lifir með honum „biðlanga eilífð“ andartaksins, og hnitmiðuð skír- skomn niðurlagslínanna gefur kvæðinu nýja og óvænta vídd. Áður hefur Þorsteinn ort fáein minningarljóð, sem tóku mig fastari tökum en þau, sem nú birtast í „Kveðj- um“. Að baki þeim öllum býr notaleg hlýja, en ærið eru þau misjöfn að gæð- um og skilja ekki öll jafnmikið eftir. Mest þykir mér koma til sumra stutm kvæðanna, t. d. „Róberts A. Ottósson- ar“, „Halldóru B. Björnsson" og „Bál- farar Benedikts Sveinssonar", sem kannski er bezt, vegna málfars, mynd- vísi og hnitmiðunar, sem þar er með ágæmm. Kvæðið „Jón í Möðrudal“ er saga fyrir sig. Það er svo misvel ort og bláþráðótt, að spillir heildarsvip þess og áhrifum. Samt býr það yfir einhverjum alþýðugöldrum, sem ekki láta lesand- ann í friði, og þeir, sem eitthvað þekkja til skáldskapar og viðhorfa Þorsteins Valdimarssonar og „tryggðalinda" hans, efast varla um, að þetta erindi sé runnið frá hjartanu og þvi ætlaður meiri merk- ingarþungi en í fljótu bragði liggur í augum uppi: Þeim, sem ylinn þekktu bezt jrá þessum tryggðalindum, kann að þykja fcerra um flest, er fýkur í tíðar vindum. — I síðasta bókarhlutanum, „Kvöldmál- um“, eru nokkur lýrísk kvæði, flest fremur stutt. „Spóavell“, „Augu" og 286
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.