Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Blaðsíða 88
Tímarit Máls og menningar tímamanna, að gleðitilburðir á 18. öld séu nærri því óhugsandi vegna illra lifskjara og að ísienzkur torfbær þá hafi verið hin hryllilegasta vistarvera. Ástæðurnar til þessa eru margvíslegar og of langt mál að rekja. Minna má á að mörg merkustu verk íslenzkra bók- mennta voru unnin í þess háttar hý- býlum. Stutt yfirlit fylgir síðan í inngangi um þýðingarnar. Utgefandi telur að skáldin sem síra Jón þýðir eftir „til- heyri íhaldssamari hluta upplýsingar- stefnumanna. . .“ Þessar staðhæfingar eru heldur en ekki hæpnar, minnsta kosti varðandi Milton. Milton var byltingamaður á sínum tíma og Klop- stock var fyrst og fremst dáður sem höfundur epískra trúarljóða, en hlaut minna lof fyrir óður sínar og leikrit. Sumir viija líta á hann sem lokablóma þýzkra barokk-bókmennta. Vinsældir hans í Danmörku stöfuðu af því m. a. að Friðrik V bauð honum þangað og veitti honum föst skáldalaun. Það var því eðlilegt að síra Jón tæki að þýða verk hans sem frægasta skáldsins í konungsríkinu. Síra Jón þýðir þessi verk sem trúarljóð og áhugi hans á þeim stafaði af áhuga hans á viðfangs- efnum kvæðanna. Þegar útgefandi seg- ir þessi kvæði og fleiri sem síra Jón þýddi „næstum undantekningarlaust meinlaus" þá er það út í bláinn og kemur viðfangsefninu ekkert við. Hann mun eiga við það að þau séu pólitískt meinlaus, „þau lofsyngja þá reglu og skipulag sem yfirstéttum íslendinga hentaði bezt“; en þau lofsyngja veldi og magt guðs síra Jóns Þorlákssonar á stórkostlegan og andríkan hátt, og meinlaus þurftu þau alls ekki að vera, væru þau lesin ofan í kjölinn. Ef útgefandi telur að Paradísarmissir og Messías hafi stuðlað að ríkjandi skipu- lagi hér á landi á 19. öld þá verður að leita grannt til þess að finna merki þess. Utgefandinn telur að síra Jón hafi „líklega sjaldan“ fengið aðgang að öðrum bókmenntum en Stefánungum þótti gott. Víst var lítið um erlendar bækur í landinu, en að Magnús Step- hensen hafi tekið sér rétt til að setja vissar bækur á index, er vafasöm full- yrðing. Utgefandi ræðir síðan aðferð sxra Jóns við þýðingar, sálmakveðskap hans, erfiljóð og veraldleg kvæði. Hann undrar hve andlegar hræringar sam- tímans úti í Evrópu virðast snerta skáldið lítið, en ástæðan fyrir því var gerð samfélagsins, sem skáldið ólst upp í og ól aldur sinn í. Síra Jón var bund- inn fornri íslenzkri samfélagsgerð og skáldskaparhefð og það var þessvegna að hann tekur að þýða og túlka hin epísku trúarkvæði 17. og 18. aldar. Epíkin og kviðlingurinn og ríman voru einkenni íslenzkra bókmennta um aldir, þessi form féllu að samfélags- gerðinni og voru jafnframt tjáning hennar. Þessvegna gekk síra Jóni erfið- lega að tileinka sér upplýsingaranda Magnúsar Stephensens, eins og útgef- andinn telur réttilega. Jón Sigurðsson segir í ritgerðinni um skáldið í Ljóðabókinni 1843, að þó síra Jón hafi „framar stundað að vera túlkari annara, enn að skapa sjálfur, þá má þó fullyrða, að verk hans skari framúr, bæði að vöxtum og gæðum. . (bls. XXXIX). Útgefandinn telur þýð- ingarverk síra Jóns mikilvægast, sem rétt er, og að áhrifa kveðskapar hans gæti hjá mörgum skáldum 19. aldar. Aftur á móti skortir á að hann athugi áhrif íslenzkra skálda á skáldskap Jóns Þorlákssonar, t. d. Eggerts Olafssonar og Benedikts Gröndals eldra. Á sinni tíð 290
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.