Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 286. tbl. 75. árg. MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 Prentsmíðja Morgunblaðsins Reuter Sjálf smor ðsstúlkan framseld til Suður-Kóreu. Leyniþjónustumenn leiða grun- samlegn konuna, sem talin er hafa átt aðild að hvarfi kóresku farþegaþotunnar með 115 manns innanborðs. Yfirvöld í Bahrain sögðu sannað að konan og fylgdarmaður hennar hefðu grandað þotunni er þau fram- seldu konuna til Suður-Kóreu. Myndin er tekin á flugvellinum í Seoul, en þar eru yfirheyrslur yfir konunni hafnar. Konan var kefluð til að hindra aðra sjálfs- morðstilraun af hennar hálfu. Sjá „Grunsamlega konan framseld . . . “ á síðu 40. Forsetakosningar í Bandaríkjunum: Gary Hart leitar útnefningar á ný C.nnrnrH I Npw Hnmnshirp Rpnfpr. Concord í New Hampshire, Reuter. GARY Hart, fyrrum öldunga- deildarþingmaður Colorado-fylk- is í Bandaríkjunum, tilkynnti i gær öllum að óvörum, að hann hygðist á ný sækjast eftir útnefn- ingu Demókrataflokksins til forsetaframboðs á næsta ári. Fyr- ir sjö mánuðum dró Hart sig í hlé eftir að upp komst að hann hafði átt vingott við 29 ára gamla sýn- ingarstúlku. „Ég tel mig gæddan forystuhæfileikum, sem rekja má til sjálfstæðis míns,“ sagði Hart þegar hann skýrði frá þessari óvæntu ákvörðun sinni. „Ég hyggst hefja kosningabaráttu mína að nýju og leyfa fólkinu að ráða,“ sagði frambjóðandinn þegar hann tilkynnti ákvörðun sína á fundi í New Hampshire og gaf þannig í skyn að það væri ekki ijöimiðlanna að ákvarða hvort menn gætu gegnt embætti eður ei. Hart sagði að Lee, kona hans, og böm þeirra skyldu mætavel hvað framundan lægi, þar sem líklegt má teljast að einkalíf þeirra verði nú tekið til rækilegrar athugunar á ný. Hann bætti við: „Við gefumst ekki upp . . . það er engin skömm að því að tapa, bara að því að gefast upp.“ Hart þótti mjög sigurstranglegur til þess að hljóta útnefningu flokks síns þegar hann hóf kosningabarátt- una í apríl síðastliðnum, en henni lauk 8. maí, fimm dögum eftir að dagblaðið Miami Herald upplýsti að hann hefði eytt nótt í húsi sínu í Washington ásamt sýningarstúlk- unni Donnu Rice. Áður en þetta gerðist hafði Hart manað blaðamenn til þess að veita sér eftirför ef þeir efuðust eitthvað um heilindi hans í Olíuverð fellur í kjöl- far fundar OPEC-rílda Lundúnum og Vínarborg, Reuter. HRÁOLÍUVERÐ lækkaði í gær þrátt fyrir verðsamkomulag OPEC-rílganna í Vinarborg, en sérfræðingar voru efins um gildi þess. í gær komst verð á Norður- sjávarolíu niður fyrir 16 dala markið, en var 16,05 Bandaríkja- dalir þegar mörkuðum var lokað. Takmark olíuframleiðsluríkjanna með samningi sínum var að koma hráolíuverði upp í 18 dali á fatið, en verð Norðursjávarolíu, sem seld er á svokölluðum skyndimarkaði, gefur til kynna raunvirði olíunnar. Talið er að verðfallið endurspegli þann grun olíukaupmanna að sam- komulag OPEC verði engu haldbetra en það sem fyrir var. Samkvæmt því var ríkjunum úthlutað framleiðslu- kvóta, en hann er löngu sprunginn. Sérfræðingar hafa leitt að því. getum að innan nokkurra vikna kunni olíuverðið að vera orðið um 15 dalir fyrir fatið. Lækkandi verð er talið geta haft jákvæð áhrif á verðbólgu og óhagstæðan vöru- skiptajöfnuð Bandaríkjanna, en hins vegar bar mönnum saman um að neytendur yrðu líklega lítið varir við lækkunina, enda væri sennilegt að margar stjómir sættu færis og ykju skattheimtu af olíu. 'X. 'táSte;- Nýratsjárvél SovétmannayfirKólaskaga Nýjasta ratsjárflugvél Sovétmanna, Ujúshin-76, eða Mainstay eins og hún er nefnd af NATO, sást nýlega í fyrsta skipti á Vesturlönd- um, þegar norsk flugsveit var á eftirlitsflugi við Kólaskaga. Vélina má m.a. nota sem fullkomna stjórnstöð i hernaði. hjónabandi. Tilkynning Harts kom demókröt- um algerlega í opna skjöldu. „Hvað ertu að segja?!“ hrópaði Paul Kirk, formaður flokksins, þegar ljósmynd- ari sagði honum tíðindin og kom algerlega af fjöllum. Bruce Babbitt, sem einnig sækist eftir útnefningu, sagðist telja það ljóst innan viku hvort Hart bæri sigur úr býtum eða yrði sem „andi liðinna jóla“ og vísaði þar í jólaævintýri Dickens. Gary Hart ásamt konu sinni, Lee, skömmu eftir að hann hafði tíl- kynnt að hann sæktist enn á ný eftir útnefningu Demókrataflokksins til forsetaframboðs. Gaza-svæðið: Israelar fella þrja Palestínumenn enn Gaza, Reuter. ÍSRAELSHER felldi í gær þrjá Palestínumenn á hernumda svæðinu í Gaza, en nú hafa óeirðir staðið þar í viku sam- fleytt. Gagnrýni á valdbeitingu ísraela þar færist nú sífellt í aukana. ísraelskir hermenn hafa fellt að minnsta kosti ellefu Palestínumenn og sært um 100 frá því að upp úr sauð síðastliðinn miðvikudag. Síðan hafa Palestínumenn haldið uppi linnulausum mótmælum gegn hersetu Israela, grýtt hermenn, hlaOið götuvígi og borið eld að húsum. „Við munum halda áfram að nota öll tiltæk ráð innan ramma laganna til þess að halda uppi lög- um og reglu og berjast gegn hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Yitz- hak Rabin, varnarmálaráðherra ísraels, i útvarpsviðtali, sem tekið var í Washington. Richard Murp- hy, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á Banda- ríkjaþingi síðastliðinn mánudag að öryggisráðstafanir ísraela væru „stundum ekki í fullu samræmi við mat annarra ríkja". Sagði hann stjómina hafa áhyggjur af því að ísraelar gengju of langt til þess að halda mótmælendum í skefjum. Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, sakaði stjómvöld í Washington á hinn bóginn um að reyna að friða arabaríkin með þess háttar tali. Yfirvöld í ísrael segja að her- menn þeirra beiti aðeins valdi þegar mótmælendur stefni öryggi þeirra í hættu. Suður-Kórea: Gengjð til kosninga í dag Seoul, Reuter. PYRSTU lýðræðislegu forseta- kosningarnar í Suður-Kóreu fara fram í dag. Þar eystra vilja menn engu spá um úrslitin, en kaup- sýslumenn virtust hins vegar sannfærðir um að Roh Tae Woo, frambjóðandi stjórnarflokksins, bæri sigur úr býtum því verðbréf hækkuðu mjög í verði. Mikill viðbúnaður er í Suður- Kóreu vegna kosninganna, en stjómvöld segjast óttast að komm- únistar og róttækir vinstrisinnar hyggi á ofbeldisverk. Stjórnarand- stæðingar óttast hins vegar að herinn kunni að taka völdin verði kosningaúrslitin stjórnendum hans ekki að skapi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.