Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 16, DESEMBER 1987
Brotist inn í
verslunarhús
BROTIST VAR inn í verslun-
arhús við gömlu brúna yfir
Fnjóská í gærmorgun, en
verslunin er í eigu Háls-
hrepps.
Málið er að fullu upplýst hjá
Rannsóknarlögreglunni á Akur-
eyri. Engu var stolið og lítið
skemmt, en að verki voru tveir
akureyrskir piltar um tvítugt.
Grafíksýn-
inguaðljúka
Grafíksýningu níu grafík-
listamanna í Glugganum
galleríi lýkur nk. sunnudags-
kvöld 20. desember.
Glugginn gallerí er til húsa á
Glerárgötu 34, 1 hæð. Galleríið
er opið frá kl. 14.00 til 20.00
alla daga vikunnar.
Þórey Eyþórsdóttir Morgunbiaðið/GSV
Gallerí AllraHanda Nytjalist opnað
GALLERÍ AllraHanda Nytjalist
hefur verið opnað á Brekku-
götu 5 á Akureyri og er það
Þórey Eyþórsdóttir, formaður
félagsskaparins Nytjalistar,
sem stendur fyrir því, en félag-
ið var stofnað fyrir um þremur
árum. Auk sýningarsalarins er
i húsnæðinu lítil verslun og
vefstofa Þóreyjar, en auk þess
að vera talmeinakennari hefur
hún lært til handavinnu- og
vefnaðarkennara.
Þórey sagðist í samtali við
Morgunblaðið taka muni alls stað-
ar að í umboðssölu. „Ég vil ekki
krefjast margra ára menntunar
af því fólki sem fær mér listmuni
sína, svo framarlega sern ég fæ
fallega og vandaða hluti. Ég ætla
að leggja sérstaka áherslu á frum-
lega og vandaða muni annars
vegar og hinsvegar þjóðlega.
hluti.“
Galleríið var formlega tekið í
notkun sl. laugardag, en Þórey
ætlar að opna það nk. fimmtudag,
viku fyrir jól, og verður það opið
eftir hádegi fram að jólum. Eftir
jólin verður galleríið opið á föstu-
dögum eftir hádegi og á laugar-
dögum fyrir hádegi.
Þegar félagið Nytjalist var
stofnað upprunalega, fyrir þremur
árum, fékk það inni í gamla út-
varpshúsinu við Norðurgötu.
Þaðan flutti - félagið í Hafnar-
stræti en síðan í sumar hefur það
verið á hrakhólum. Það síðasta
sem félagið stóð fyrjr var að taka
á móti norrænni heimilisiðnaðar-
sýningu, sem sett var upp í
Amtsbókasafninu. Til að koma í
veg fyrir að félagsskapurinn legð-
ist af, var ákveðið á aðalfundi
fyrir nokkru að fela Þóreyju um-
sjón með galleríi og tæki hún
meðal annars að sér muni félags-
manna í umboðssölu.
20-40% hækkun á ullarvörum Álafoss hf.:
Undirboð kippa stoðunum end-
anlega undan ullariðnaðinum
— segir Jón Sigurðarson forstjóri
JÓN Sigurðarsón, forstjóri hins nýja fyrirtækis Álafoss hf., sagði í
samtali við Morgunblaðið i gær að stefnan væri að hækka verð á
íslenskum ullarfatnaði frá þetta 20% og upp í 40%. Verðhækkunin
væri misjöfn eftir mörkuðum, en búast mætti við mestri verð-
hækkun á ferðamannamarkaði hér innanlands.
„Það byijar að reyna á verðhækk-
animar í janúar- eða febrúarmán-
uði, en einn er sá markaður sem
mjög augljóslega er hægt að ná
verðhækkunum á og það er innan-
landsmarkaðurinn hér heima fyrir
erlenda ferðamenn. Ljóst er að
verðhækkun innanlands verður í
efri kantinum, þetta 40%, en afar
þýðingarmikið er að önnur fyrirtæki
verði ekki með undirboð á ullar-
mörkuðunum, því þá kippa þeir
fótunum endanlega undan ullariðn-
aðinum, bæði okkur og sjálfum
sér,“ sagði Jón.
Forstjóri og forsvarsmenn hins
nýstofnaða fyrirtækis, Álafoss hf.,
áttu fund á Sauðárkróki í fyrradag
með fulltrúum allra pijóna- og
saumastofa á Norðvesturlandi. Til
fundarins var boðað fyrir forgöngu
iðnráðgjafa Norðurlands vestra. Jón
sagði að öll þessi pijóna- og sauma-
stofufyrirtæki hefðu flest haft
veruleg verkefni frá gamla Álafossi
í Mosfellsbæ á meðan ullariðnaðar-
deild SÍS hefði búið að eigin
framleiðslugetu. „Þessi fyrirtæki
voru fyrst og fremst að kynna sig
og kynna hvaða þjónustu þau gætu
boðið nýja fyrirækinu og fyrir okk-
ur var þetta kærkomið tækifæri.
Við ræddum um nauðsyn þess að
ná verði verulega upp á við á ullar-
iðnaðarmarkaðnum, enda er það
ónauðsynlega lágt á íslenskum
pijónavarningi, meðal annars hér
innanlands. Þar sem Álafoss hf. er
nú stærsta fyrirtækið í ullariðnaði,
fannst okkur síður en svo óeðlilegt
að skýra öðrum fyrirtækjum frá
okkar verðstefnum. Ef við náum
upp aukinni sölu hlýtur sá árangur
að skila sér jafnframt í auknum
Jón Sigurðarson
verkefnum til þessara sauma- og
pijónastofa. Þessar viðræður okkar
við smærri fyrirtækin eru ekki að-
eins hundnar við Norðurland vestra,
heldur reiknum við með að fara um
landið þvert og endilangt og ræða
við alla þá forráðamenn sauma- og
pijónastofa alls staðar þar sem við
náum í þá.“
Við skýrðum fulltrúum fyriitækj-
anna á Norðurlandi vestra jafn-
framt frá því að við munum ekki
fjárfesta í aukinni afkastagetu í
pijóni eða saumi. Ef hinsvegar vel
tekst til með sölu, munum við hafa
verkefni handa þessum fyrirtækj-
um. Við getum þó ekki ábyrgst
áframhaldandi samvinnu fyrr en
verkefni eru í höfn og salá hefur
átt sér stað. Ljóst er að mikið
óvissuástand ríkir hjá okkur þessa
stundina í sölu- og verkefnamálum
þar sem ekki hefur verið gengið frá
samningum við Sovétríkin ennþá.
Ekki voru íjárveitingar komnar á
hreint til kaupa á íslenskum ullar-
viirum, en teknar verða upp viðræð-
ur aftur um leið og það liggur á
borðinu. Það er of seint að fara af
stað með samningaviðræður þegar
komið er fram á næsta ár svo við
vildum helst geta lokið þessum við-
ræðum fyrir áramót, enda erum við
á kafi í verðlagningarmálum þessa
dagana. Við bíðum eftir svari um
hvort fjárveiting hafi fengist til að
Sovétmenn geti staðið við viðskipta-
samning ríkjanna. Fyrr en samið
hefur verið við Rússa, ríkir algjör
óvissa um verkefnastöðu nýja fyrir-
tækisins," sagði Jón Sigurðarson.
BETRA VÖFFLUJÁRN
FRÁ ÍPlrfrWM=yr|
allt sem þarf til að gleðja heila fjölskyldu.
V-þýsk gæðavara sem endist og endist....
Vöruhús
járn og glervörudeild - Akureyri
Ljósa-
úrvalið
er í
Raforku
RAFORKAHF.,
Glerárgötu 32, sími 21867
Jólagjafir, jólakort,
jólaskraut, klippimyndir.
VISA
KOMPÁN
SKIPAGÖTU 2 • AKUREYRI
SIMI 96-2 59 17
FJARSTÝRÐIR
BÍLAR
MIKIÐ ÚRVAL
HAFNARSTRÆTI 96 - SlMI 96-27744 AKUREYRI
Rjúpna-
veiðimenn
Eigum öryggisblys í átta
skota pakkningum.
Póstsendum um land allt.
SANDFELL HF
Veiðarfæri - útgerðarvörur
v/Laufásgötu, sími 96-26120