Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 45 \ höfn tengist beint vegakerfinu á Suðurlandi. Enn sem komið er höf- um við einkum athugað uppsveitirn- ar en við vitum að Olfusið er líka ákjósanlegt til fiskeldis og einnig Grafningurinn. Það þykir kannski hlálegt en í Grafningnurn stendur gott tíðarfar okkur beinlinis fyrir þrifum um þessar mundir. Til bor- ana eftir vatni verðum við að haga seglum eftir vindi, þannig t.d. að við verðum ekki innlyksa með bo- runarbúnað á afskekktum stöðum vegna ófærðar, og því hefðum við þurft að komast að í Gr'afningnum nú í haust. Þar er gróðurfar þó svo viðkvæmt að ekki er viðlit að fara yfir landið með tæki fyrr en það er rreðið og það hefur ekki orðið enn. Næst er að nefna Þorlákshöfn en þar eru nú þegar starfandi þrjár stórar fiskeldisstöðvar þar sem sjór er sóttur í lek hraunlög. Slík hraun eru líka í námunda við Eyrarbakka og Stokkseyri og við rannsökuðum þar skilyrði til töku sjávar sem reyndust góð, en jármengun kemur líklega í veg fyrir nýtingu hans. Á Reykjanesi er reynsla fyrir því að sjór úr borholum við ströndina er nokkurn veginn með kjörhita miðað við fiskeldi, þ.e. á bilinu 7-11 gráð- ur, og meðalhitastigið jafnast út þegar litið er á árið í heild. Þá víkur sögunni til Vestf|'arða. Þar eru aðstæður til fiskeldis við Bjarnarfjörð, Kaldrananes á Ströndum og við Inndjúpið. Einnig hafa reynzt góð skilyrði í Tálknaf- irði, og hliðstæð skilyrði eru e.t.v. einnig á Patreksfirði og Barða- strönd. Eftir er að sannreyna með borun hvort hliðstæðum árangri mætti líka ná í Arnarfirði, en þar eigum við eftir að bora eina holu. Af stöðum þar sem rannsóknir hafa farið fram á þessu ári er þá aðeins eftir að nefna innsveitir Skagafjarðar, þ.e. Akrahrepp og Lýtingsstaðahrepp, þar sem mikið er af volgu og meðalheitu vatni og góðar horfur á útvegun ferskvatns. Þetta eru þó ekki einu staðirnir í Skagafirði þar sem skilyrði eru góð til fiskeldis því að þegar eru starf- ræktar þar fjórar stöðvar, þ.e. ein á Sauðárkróki,önnur á Hólum í Hjaltadal, og tvær í Fljótunum. „Hvaða staðir verða rannsak- aðir næst?“ „Við höfum lagt fram tillögur um framhald rannsóknanna og þar er gert ráð fyrir að halda áfram rannsóknum í Öxarfirði, mögulega við Buðlungahöfn. Þar viljum við sannreyna jarðhitann og athuga skilyrði til sjávartöku. Þá gerum við ráð fyrir að rannsaka önnur tvö stór svæði í Þingeyjarsýslu, þ.e. Reykjahverfið og Laxárhraunin niðri við Skjálfanda. Einnig sveit- irnar í Borgarfirði þar sem jarðhiti er næstum alls staðar uppi þótt á sumum stöðum sé ferskvatnsöflun um borholur erfiðleikum bundin. Við stefnum líka að því að rannsaka á Mýrum, uppi í Hnappadal, þar sem aðstæður virðast góðar, og einnig á Snæfellsnesi þar sem velgja er víða að norðanverðu. Fremst á nesinu gæti strandéldi orðið vænlegur kostur, svo og eldi á físki sem þarf ekki hátt hitastig. Þá höfum við augastað á Rosm- hvalanesi, sem er norðurtáin á Reykjanesi. Þar eru mikil sprungin grágrýtislög þar sem við höldum að ná megi upp sjó, og sama er að segja um alla suðurströnd Reykja- ness, allt frá Grindavík að Þorláks- höfn, en þar munu rannsóknir beinast að sjávartöku og því hvort ekki megi fá þar sjó sem er heitari en það sem þegar er fyrir hendi. Á öllu Reykjanesi er mikið af góðu og auðfengnu ferskvatni, en margir eru um það nema að sunnanverðu. Loks stefnum við að rannsóknum á MeðallandsQöru þar sem Skaftár- hraun ganga fram í sjó, en þeir staðhættir benda til þess að hægt sé að fá þar volgan og hreinan sjó eins og áður er lýst.“ „Hvernig hafið þið skipulagt rannsóknirnar í heild?“ „Þannig að á árinu 1987 væri athugað um skilyrði til ferskvatn- seldis, seiða- og matfískeldis, árið 1988 á að athuga aðstæður til matfiskeldis og ljúka við seiðaeldis- rannsóknir, og loks ætlum við okkur árið 1989 til þess að ljúka rannsókn- um vegna matfískeldis og til úrvinnslu og samantektar á niður- stöðum rannsóknanna í heild. Við væntum þess m.ö.o. að rannsókn- irnar komist á lokastig árið 1989, en þangað til skilum við áfanga- skýrslum því að okkur er mikið í mun að þeir sem þurfa á upplýsing- um að halda fái þær jafnskjótt og þær liggja fyrir. „Hvað um undirtektir heima- manna þar sem þið hafið verið að vinna að þessum rannsókn- um?“ „Þær hafa alls staðar verið mjög jákvæðar. Þeir hafa sýnt þessu mikinn áhuga, stöðugt verið í sam- bandi og þeir hafa veitt okkur mjög mikilvægar upplýsingar um atriði sem engir kunna skil á nema heima- menn. Það er eftirtektarvert að 15% kostnaðar við rannsóknimar eru greidd af heimamönnum og það er dágott hlutfall þegar um grunn- rannsóknir ^er að ræða. Viðtal: Áslaug Ragnars ferðamenn múmíu þessa og gáfu í fornminjasafn í evrópskri borg, hveija ég kann ekki að nefna.“ Ég vona að þetta niðurlag hafí vakið áhuga einhverra á þessu merka og sérkennilega skáldi. Aðalsteinn Ingólfsson Fata- og vefjariðnaður: Fyrstu starfsþjálfararnir útskrifaðir SEXTÁN starfsmenn hjá fjórtán fyrirtækjum í fata- og vefjariðnaði fengu í síðustu viku afhenta viður- kenningu fyrir þátttöku í starfsþjálfaranámskeiði sem haldið var í samræmi við samkomulag sem Landssam- band iðnverkafólks annars vegar og Vinnuveitendasam- band íslands, Félag íslenskra iðnrekenda og Vinnumála- samband samvinnufélag- anna hins vegar gerðu með sér í kjarasamningunum 6. desember 1986. Þessi hópur hefur verið við bóklegt og verklegt nám undanfarna mánuði og hlýtur nú rétt til að taka upp heiti starfsþjálf- ara. Það er Iðntæknistofnun íslands sem haft hefur um- sjón með framkvæmd námskeiðsins. í fréttatilkynningu segir, að námskeiðið hafi byijað í maí og staðið yfir með hvíldum síðan, þar af voru 8 vikur bóklegt nám sem fram fór í húsakynnum Iðntækni- stofnunar, en 9 vikur verkleg þjálfun í fyrirtækjunum. Valdir voru þátttakendur víða að á landinu, úr fyrirtækjum sem framleiða allt frá ullarvörum yfir í sjófatnað. Námsgögn voru feng- in víða að, m.a. frá Danmörku og Bretlandi, en einnig íslenskt efni sem gert var sérstaklega fyr- ir þetta námskeið. Gagnavinnsla og undirbúningsvinna var öll í höndum starfsmanna Trefjadeild- ar ITÍ. í tengslum við námskeiðið kom hingað danskur starfsþjálfari sem fór í öll þátttökufyrirtækin ásamt starfsmanni úr verkefninu og hjálpaði nemendum af stað með starfsþjálfun í fyrirtækjunum. I fréttatilkynningunni segir ennfremur,. að samhliða þessu námskeiði hafi verið í gangi bók- leg námskeið fyrir starfsfólk í fata- og vefjariðnaði. Þau nám- skeið hafa sótt á sjöunda hundrað starfsmenn sem verða formlega útskrifaðir á næstu vikum. Fyrstu ^tarfsþjálfararnir. Morgunbiaðia/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.