Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 37 arðurinn af sölunni gengi til félags- legrar og atvinnulegrar uppbygg- ingar í viðkomandi byggðarlögum. Ymsar fleiri leiðir í aukinni sjálfs- stjóm byggðarlaganna mætti nefna. Þær hefðu allar í för með sér aukna valddreifingu, hag- kvæmari rekstur og beinna lýðræði. Með markvissum hætti yrði dregið úr miðstýringardrottnun ráðuneyt- isins. 2. Uppboð á kvóta. Svæðisbund- inn markaður fyrir veiðiheimild- ir. Margir sérfræðingar og áhugamenn um sjávarútveg hafa haldið því fram að einhvers konar uppboð eða sala á veiðiheimildum væri æskilegasta skipan fiskveiði- stjómunar til að tryggja hámarks arðsemi fyrir þjóðarheildina. Aðrir hafa verið mjög andvígir þessum hugmyndum og talið að slík sala á veiðiheimildum myndi leiða til jrfír- þyrmandi forgangs fáeinna stórfyr- irtækja og voldugra fjármagnseig- enda. Kerfi ríkisstjórnarinnar útilokar að þessar umræður komist á raun- hæfan grundvöll. í fiskveiðistefnu Alþýðubandalagsins er hins vegar opnað á að gera svæðisbundnar til- raunir með slík uppboð til að kanna hvemig þau kæmu út í raun. Þá yrði hægt að taka afstöðu til aðferðarinnar í ljósi reynslunn- ar. Umræðuhiti fylgjenda og andstæðinga uppboðskerfisins yrði að víkja fyrir raunhæfu mati á árangri. Má í þessu sambandi minna á að enginn gat nákvæmlega sagt fyrir um hvernig hinir nýstofnuðu fiskmarkaðir myndu reynast. Af- leiðingar þeirra hafa á ýmsan hátt verið allt aðrar en spáð var. Sums staðar hafa þeir leitt til jákvæðrar þróunar, t.d. í Hafnarfirði og á Suðurnesjum, þótt. einnig sé hægt að benda á nokkrar neikvæðar af- leiðingar, t.d. varðandi fiskvinnslu í Reykjavík. Nú er hins vegar hægt að taka afstöðu til fiskmarkaðanna í ljósi reynslunnar. Sams konar reynslupróf þarf að framkvæma á tillögum um uppboð á kvóta svo að þær umræður komist einnig nið- ur á jörðina. Framtíð sjávarútvegs- ins: Tvær leiðir Forystumenn ríkisstjómarflokk- anna, sérstaklega þeir sem lúta leiðsögn sjávarútvegsráðherrans, hafa á undanförnum vikum látið að því liggja að aðeins væri um eina leið að ræða í stjórnun fisk- veiða á íslandi. Það væri sú leið miðstýringar úr ráðuneytinu sem mótuð var fýrir nokkrum árum og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn- arflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa nú sameinast um að fram- lengja til ársins 1991. Þetta er leið sem rígskorðar sig við eignarhald á skipum og lokar á inngöngu nýrra aðila, nauðsynlega nýsköpun og til- raunastarfsemi. Alþýðubandalagið hefur hins vegar lagt fram ítarlegar og raun- hæfar tillögur um aðra leið sem komið gæti til framkvæmda strax í upphafi næsta árs ef meirihluta- vilji skapaðist á Alþingi. Fiskveiði- stefna Alþýðubandalagsins felur í sér að sameign íslendinga á auð- lindum hafsins verður raunvemleg forsenda fískveiðistjómunarinnar í gegnum nýtt kerfi byggðakvóta sem tekur mið af sameiginlegum hagsmunum íbúanna. Jafnframt eru í tillögum Alþýðubandalagsins mótaðar aðferðir til að tryggja vald- dreifingu, opnun og sveigjanleika ásamt svigrúmi fyrir raunhæft mat á tilraunum með nýjar stjórnunar- aðferðir. Þjóðin getur nú valið milli tveggja þróunarbrauta fyrir framtíð sjávarútvegsins á íslandi. Annars vegar er tillaga ríkisstjómarinnar um að framlengja gamla kerfið með öllum þess stóru göllum. Hins vegar er hin nýja, róttæka og raunhæfa fiskveiðistefna Alþýðubandalags- ins. Höfundur er formaður Alþýðu- bandalagsins. borðsstóll Speedy-skritborðsstóllinn sem er stillanlegur og á hjólum, kostar aðeins kr. 2.210.- Speedy afhendist ílitlum pakka og erauðvelt að setja hann saman. REYKJAVlK SAMSKIPTAKORT Samanburður á kortum tveggja einstaklinga Hvernig er samband þitt við maka þinn og nána vini? Hvernig semur þér við börnin þin? Ertu viss um að þú þekkir þarfir fólksins, sem þú umgengst mest i dagiegu lífi? Samskiptakortið er eitt kort, sem lýsir þvi hvernig þið eigið sam- an - bendir á kosti og galla og hjáipar ykkur að skiija og virða þarfir hvors annars. FRAMTIÐARKORT Hvað gerist næstu tólf mánuði? Framtíðarkortið segir frá hverjum mánuði, bendir á jákvæða möguleika og varasama þætti. Hjálparþérað vinna með lífþittá uppbyggilegan hátt og finna rétta tímann til athafna. PERSONUKORT: Lýsir persónuleika þínum, m.a.: Grunntóni, tilfinningum, hugsun, ást og vináttu, starfsorku og framkomu. Bendirá hæfileika þína, ónýtta möguleika og varasama þætti. Falleg gjöf, sem vekur til umhugsunar VIÐ BTÓÐUM ÞÉR ÞRJÁR TEGUNDIR AF STJÖRNUKORTUM MEÐ ÖLLUM KORTUNUM FYLGIR SKRIFLEGUR TEXTI * + * *** Líttu við eða hringdu í síma 10377 og pantaðu kort! Opið alla virka daga frá ki. 10-18 e.h., og laugardag kl. 10-22. * v STJDRNUSf [ÍQSTGÐi KÍ LAUGAVEGI66, S(M110377. Öll kortin okkar eru unnin af Gunnlaugi Guðmundssyni, stjörnuspekingi og miðast við reynslu af íslenskum aðstæðum. VIÐ BJÓÐUM EINNIG: B»kur: Allar nýjustu íslensku bækurnar um sjálfsrækt m.a. sálfræði, heilsurækt, mataræði o.fl. Auk þess fjöldi nýrra erlendra bóka um stjörnuspeki og jákvæðan lífsstíl. Kassettur: Tónlist til afslöppunar og spennulosunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.